Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/3851
Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um þær slæmu aðstæður sem börn geta lent í á sínu eigin heimili. Því miður búa sum börn við slæmar aðstæður og skiptir engu hvar í samfélaginu er leitað að þeim aðstæðum.
Börn eru vanrækt, þau eru beitt andlegu ofbeldi, líkamlegu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi jafnvel af þeim sem þeim þykir vænst um. Farið verður yfir þessa þætti ofbeldis ásamt afleiðingum og einkennum. Góð skil verða á barnavernd og verklagsreglum um tilkynningaskyldu starfsmanna leikskóla til barnaverndarnefndar. Mikilvægast af öllu er að vernda barnið en jafnframt að viðhalda þagnarskyldu við foreldra og barn þegar því verður við komið. Þessi ritgerð sýnir fram á hvað ég, sem starfsmaður á leikskóla skuli gera ef mig grunar að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækt.
Sem leikskólakennari er mikilvægt að vera til staðar fyrir barn sem hefur orðið fyrir ofbeldi, vera tilbúinn að hlusta á barnið þegar það opnar sig og spyrja það opinna spurninga. Jafnframt er mikilvægt að ræða við barn á opinskáan hátt til þess að útiloka allan misskilning. Hjá barnaverndarnefnd starfar fólk sem er menntað til þess að ræða fagmannlega við börnin án þess að nokkur vafi spili inn í.
Upp úr ritgerðinni var unninn aðgerðarbæklingur fyrir starfsfólk á leikskólum, gruni það að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækt.
Barn skal ávallt njóta vafans, og er betra að tilkynna um einu máli fleira en færra.