is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38520

Titill: 
 • Notkun geislavarna á sjúklinga í röntgenrannsóknum á myndgreiningardeildum Íslands
 • Titill er á ensku Patient shielding in x-ray examinations
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Jónandi geislun getur valdið alvarlegum sköðum ef ekki er varlega farið með hana. Líffæri eru misviðkvæm fyrir geislun og þar af leiðandi hafa verið notaðar geislavarnir með það að markmiði að vernda þau fyrir frumgeisla frá röntgenlampa og dreifigeislun sem kemur frá sjúklingum í röntgenrannsóknum. Nýjar leiðbeiningar frá BIR (British Institute of Radiology) mæla gegn notkun þeirra vegna þess að talið er að þær geri meira ógagn en gagn þegar þær eru lagðar á sjúklinga.
  Markmið
  Markmið rannsóknar var að skoða hvort leiðbeiningar séu til staðar á myndgreiningardeildum Íslands um notkun blývarna á sjúklinga og hvernig notkun þeirra er háttað.
  Efni og aðferðir
  Rannsóknin notaðist við spurningarlista sem var sendur út á allar myndgreiningardeildir Íslands með K2 spurningarforriti frá Háskóla Íslands. Spurt var um hvort skriflegar leiðbeiningar væru til innan deilda, hve aðgengilegar þær væru og á hverju þær byggjast. Spurningar voru einnig um hvernig deildir hátta kynkirtlavörnum, brjóstvörnum og skjaldkirtilsvörnum á sjúklinga í ákveðnum rannsóknum og hvernig þeim væri háttað á ófrískar konur ásamt líffærum utan geislasviðs.
  Fisher próf var notað til að kanna marktækni á milli deilda í flokkum A >1000 rannsóknir á ári og B <1000 rannsóknir ári eftir því hvort leiðbeiningar séu til staðar og í hvaða tilfellum blývarnir eru notaðar á sjúklinga.
  Niðurstöður
  Í 93.7% (n=15) tilfellum voru skriflegar leiðbeiningar til innan deilda á einhverju formi, af þeim voru einungis 18.8% deilda sem sögðust svara spurningarlistanum eftir skráðu verklagi deildar sem gæti bent til þess að leiðbeiningar lýsi ekki nákvæmlega hvernig framkvæmd skuli háttað.
  Á flestum deildum voru kynkirtlavarna, brjóstvarnir og skjaldkirtilsvarnir lítið notaðar og notkun þeirra ekki eins meðal myndgreiningardeilda á Íslandi.
  Samræmi í notkun blývarna var fremur gott innan hverrar deildar en 81.2% (n=13) þeirra sem svöruðu töldu samræmi vera á bilinu 80-100%.
  Ályktun
  Skortur er á leiðbeiningum í sambandi við hvernig skal hátta blývörnum á sjúklinga í röntgenrannsóknum. Nýjar leiðbeiningar sem samræmast breytingum erlendis gætu verið gagnlegar til þess að bæta samræmi meðal geislafræðinga á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background:
  Ionizing radiation (IR) can cause an irreversible damage to the body. Organs in the human body have different sensitivity levels towards IR and therefore a radiation protection has been used to prevent damage to the organs that comes from the x-ray tube and patients when in x-ray examination. A new guidance from BIR (British institute of Radiology) has proven that using radiation protection on the patient can cause more detrimental effects.
  Objective:
  The aim of this study was to inspect if there was a guidance of when to use radiation shielding on patients on radiation departments in Iceland and see how radiographers use it on patients.
  Methods:
  This reaserach used a questionary that was sent from K2 survey system to every X-ray department in Iceland (n=29). Within the questionary they asked if there was a written guidance inside the department and how accessible they were and what they were based on. Furthermore, there were questions about what examinations radiographers use for gonad, breast and thyroid shielding on patients and also when using shielding over a fetus when examinations are done on pregnant patients. A fisher test was taken to see whether there was any significant contrast between using shielding on patients in certain examinations between departments in categories A >1000 examination/year and B<1000 examination/year.
  Results:
  From the 16 responding guarantors were 93.7% (n=15) that said the department have a guidance for radiation protections on patients in some form. Of them were only 18.8% gurantors that said their answers were built on a written procedures.
  The use of gonad, breast and thyroid shielding on patients was in most cases in the minority and not the same among departments. The consistency within departments was rather good within each department, 81.2% (n=13) guidance said the consistency of using shielding on patients were between 80-100%.
  Conclusion:
  The current research has discovered that there is a lack of guidance when shielding patients in a x-ray examination. Moreover, there is a new and more ethical guidance that has been published in Britain. This guidance has proven to be more advantageous and can help continue to improve x-ray department in Iceland.

Samþykkt: 
 • 27.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplómaritgerð- OEJ Final prentun pdf..pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Eyðublað.jpg132.13 kBLokaðurYfirlýsingJPG