en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38524

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif þreytu á hlaupahring, hreyfiferla, vöðvavirkni og kraftvægi um mjöðm hjá heilsubótarhlaupurum
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Rannsóknir sýna að þegar hlaupari er óþreyttur er hann með sérvalinn hlaupastíl sem svo breytist þegar einstaklingurinn þreytist.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig hlaupahringur, hreyfiferlar, vöðvavirkni og kraftvægi um mjöðm breytist við þreytu hjá karlkyns heilsubótarhlaupurum á aldrinum 20-51 árs. Rannsóknarspurningar verkefnisins voru fjórar: Breytist skreflengd hlauparans með aukinni þreytu? Breytast hreyfiferlar mjaðmarinnar við aukna þreytu? Breytist vöðvavirkni við aukna þreytu? Eykst kraftvægi um mjöðm með aukinni þreytu?
  Aðferðir: Hlauparar mættu tvisvar í mælingu, fyrst í mjólkursýrupróf og síðar í hlaupamælingu. Í hlaupamælingunni hlupu einstaklingar 0,2 m/s yfir mjólkursýruþröskuldi sínum, þar til þeir gátu ekki hlaupið lengur. Átta háhraðamyndavélar tóku hlaupið upp. Notaðar voru 46 endurskinskúlur og 10 vöðvarafritsmælar. Fyrir og eftir hlaup var hámarksvöðvaspenna vöðvanna skoðuð. Samtals tóku 13 hlauparar þátt. Þeim var skipt í tvo hópa: miðlung ástundun (10-35 km/viku, n=7) og mikla ástundun (>35 km/viku, n=6).
  Niðurstöður: Þreytan hafði mismunandi áhrif á hlaupahring, vöðvavinnu og kraftvægi hópanna tveggja, en áhrif þreytu á hreyfiferla voru svipuð. Skref beggja hópa lengdust en tími í stöðufasa jókst hjá hópnum með miðlungs ástundun, meðan tími í sveiflufasa jókst hjá hópnum með mikla ástundun. Mesta mjaðmarbeygja og mjaðmarrétta jókst með aukinni þreytu hjá báðum hópum. Vöðvavirkni mikla þjóvöðvans minnkaði með aukinni þreytu hjá báðum hópum, en virkni miðþjóvöðvans jókst hjá hópnum með mikla ástundun en minnkaði hjá hópnum með miðlungs ástundun með aukinni þreytu. Virkni beina lærvöðvans minnkaði með aukinni þreytu hjá hópnum með mikla ástundun en jókst hjá þeim með miðlungs ástundun. Mjaðmaréttukraftvægi jókst hjá báðum hópum, en mjaðmarfráfærslukraftvægi minnkaði hjá hópnum með miðlungs ástundun og jókst hjá þeim mikla. Þreytan hafði almennt meiri áhrif á hópinn með miðlungs ástundun.
  Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þegar hlauparar fara inn í þreytt ástand, hefur þreytan áhrif á hlaupahring, hreyfiferla, vöðvavinnu og kraftvægi hlauparans. Þreytan hefur meiri áhrif á karlkyns hlaupara á aldrinum 20-51 árs sem hlaupa 10-35 km á viku, samanborið við þá sem hlaupa >35 km.

Accepted: 
 • May 27, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38524


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemmuskil.pdf2.3 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman.jpg1.8 MBLockedDeclaration of AccessJPG