Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38529
Markmið þessar rannsóknar var að meta hvort Parent Management Training – Oregon aðferð (PMTO), sem fram fór á vettvangi fjölskyldna með miklu utanumhaldi, bæri tilætlaðan árangur við að minnka hegðunarvanda barna með alvarlegan hegðunarvanda og bæta foreldrafærni foreldra tiltekinna barna í íslensku þýði. Jafnframt var athugað hvort bæting á hegðun barna í kjölfar PMTO meðferðar fylgdist að við aukningu á foreldrafærni. Þátttakendur rannsóknar voru í upphafi 28 en ákveðið að fjarlægja fjóra þátttakendur við úrvinnslu sökum vöntunar á gögnum. Þátttakendur sem stóðu eftir voru því 24 börn á aldrinum 4–15 ára með hegðunarvanda og fjölskyldur þeirra. Öllum þátttakendum hafði verið vísað í PMTO af ráðgjöfum í þjónustueiningum á vegum Reykjavíkurborgar vegna alvarlegs hegðunar- eða aðlögunarvanda. Allar fjölskyldur fengu einstaklingsmiðaða PMTO meðferð sem veitt var í heimahúsum barnanna. Niðurstöður úr bæði áhorfsmælingu og sjálfsmatslistum gáfu til kynna að PMTO var skilvirkt í að minnka hegðunarvanda barna og auka foreldrafærni, en þær breytingar voru frá því að vera miðlungs til miklar. Auk þess hélst minnkun á hegðunarvanda að við aukningu á foreldrafærni. Niðurstöður styðja því við skilvirkni PMTO sem leið til þess að bæði minnka hegðunarvanda barna sem og auka foreldrafærni.
Efnisorð ritgerðar: Hegðunarvandi, Foreldrafærni, Gagnreynd meðferð,PMTO, Áhorfsmælingar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_AnnaDunaogVignir.pdf | 1,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
VÞ.AH.pdf | 249,89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |