en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3853

Title: 
  • Title is in Icelandic Hókus pókus fleiri karla : hver er upplifun karla í leikskólastarfi af sérstöðu sinni?
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð byggir á viðtölum við karla í leikskólakennarastarfi, um sérstöðu þeirra og viðhorfi til starfsins. Viðmælendur voru fimm karlar á aldrinum 25 – 55 ára. Ég tók viðtöl og umritaði, út frá því fann ég: þemu og mynstur. Ég gaf viðmælendum mínum dulnefni til að virða persónuvernd þeirra. Spurningarnar sem ég útbjó fyrir viðtölin læt ég fylgja með sem fylgiskjal 1.
    Þeir vildu sjá fleiri karla í leikskólakennaranámið og starfið, ekki einungis vegna þess að stéttin þurfi á þeim að halda heldur þurfa börnin að alast upp við það að konur og karlar geti bæði starfað á þessum vettvangi í sátt og samlyndi. Samfélagið kom mikið við sögu í viðtölunum, það hefur tekið sig á í afstöðu sinni gagnvart þeim, en betur má ef duga skal. Þeir voru flestir sammála um að launin mættu vera betri, en þau væru ekki aðalatriðið. Það ágæta fólk sem er í beinum tengslum við leikskólann er almennt ánægt með innkomu karlanna, ef hlustað er á þær skoðanir sem foreldrar, starfsfólk og börn hafa á þeim. Til að leikskólinn geti orðið sterkari þarf að taka mið af sjónarmiðum karlanna.

Accepted: 
  • Oct 2, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3853


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð.pdf236.54 kBOpenHeildartexti PDFView/Open