is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38534

Titill: 
  • Notkun leitarorða við ferðamannaspá á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um að búa til spálíkön sem spá fyrir komu ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi 3, 6, 12 og 24 mánuði fram í tímann. Smíðuð voru þrjú líkön fyrir hvert land, SARIMA líkan sem byggði á fyrri fjölda ferðamanna, SARIMA líkan byggt á fyrri fjölda ferðamanna með viðbótarskýribreytum þar sem bætt var við breytum sem voru leitarorð frá leitarvél á Google og þriðja líkanið var
    sjálfaðhverft líkan (AR) þar sem bætt var við sömu skýribreytum og voru í seinna SARIMA líkaninu. Tilgáta rannsóknarinnar var að líkönin með viðbótarskýribreytum í formi leitarorða framkvæmdu spár sem skiluðu niðurstöðum með lægri spáskekkju heldur en líkön sem byggðu aðeins á fyrri fjölda ferðamanna. Gögnin sem notuð voru í rannsókninni voru úr
    tveimur gagnasöfnum en það fyrra var fjöldi farþega eftir þjóðerni sem komu til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll frá janúar 2010 til og með desember 2019. Seinna gagnasafnið samanstóð af leitarorðum úr leitarvél Google sem voru sótt á heimasíðuna Google Trends fyrir sama tímabil og komur ferðamanna voru. Unnið var með nálgun Box-Jenkins í SARIMA líkönum þar sem beitt var mismunun á tímaröðina svo að slembiferlið væri veikt
    sístætt eftir mismunun en ekki var beitt mismunun á AR líkanið þar sem
    samþættingarsamband var til staðar milli fjölda ferðamanna og leitarorða.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að AR líkan með viðbótarskýribreytum, hjá Þýskalandi sýndi lækkun á spáskekkju. Ekkert annað líkan sýndi mikilsháttar lækkun á spáskekkju. Líkönin fanga árstíðarbundin áhrif þar sem spárnar fylgja sömu árstíðarbundnu fylgni og voru í gögnunum fyrir komur ferðamanna. Í heildina litið var of lítill munur á spáskekkju
    hjá líkani 1 samanborið við líkön 2 og 3 til að álykta að samband sé til staðar milli fjölda ferðamanna og leitarorðanna sem valin voru. Ekki er því hægt að staðfesta tilgátuna að líkön með viðbótarskýribreytum í formi leitarorða frá Google gefi spá með lægri spáskekkju í þessari rannsókn.

Samþykkt: 
  • 27.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudmundur_Ingi_skil.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_GIB.pdf141.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF