is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38536

Titill: 
 • Tjáning viðgerðargena í BRCA2999del5 arfblendnum frumum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið í konum og getur það verið ættlægt. Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar sem hafa meinvirkar kímlínu stökkbreytingar í BRCA2 geninu eru í aukinni áhættu á að fá brjósta- og eggjastokkakrabbamein. BRCA2 er æxlisbælandi gen sem er nauðsynlegt í viðgerðum á tvíþátta brotum á DNA.
  Rekja má 7-8% brjóstakrabbameina hjá konum á Íslandi til stökkbreytingar í BRCA2 geninu (BRCA2999del5) sem leiðir til myndunar stöðvunartákna og ótímabærra lok próteinþýðingar. Prótein afurðin er mjög óstöðug og því brotin hratt niður.
  Markmið þessa verkefnis var að rannsaka hvort þekkt viðgerðargen séu meira tjáð í frumulínum sem eru arfblendnar um BRCA2999del5 stökkreytinguna. Niðurstöður mínar benda til þess að aukin genatjáning sjáist í tveimur viðgerðargenum (RDM1 og PARP9). Ekki var hægt að sýna fram með Western þrykki að meira magn PARP9 og RDM1 mælist í BRCA2 arfblendnum frumum. Endurtekning á þessum tilraunum er nauðsynleg til að niðurstöður séu marktækar.

 • Útdráttur er á ensku

  Breast cancer is the most common cancer diagnosed among women and can have a genetic basis. Research has shown that individuals that possess germline mutations in BRCA2 gene are at increased risk of developing breast and ovary cancer. BRCA2 is a tumor suppressor gene which plays an important role in DNA double stranded break (DSB) repair.
  Approcimately 7-8% of breast cancers found in women in Iceland can be traced to mutation in BRCA2 that leads to the formation of a stop codon and premature termination of protein translation. The truncated protein is very unstable and breaks down rapidly.
  The objective of this study was to examine whether known repair genes are more expressed in cell lines that are heterozygous for the BRCA2999del5 mutation. My preliminary results suggested that two genes show increased expression, RDM1 and PARP9. It was, however, not possible to demonstrate higher protein levels of PARP9 and RMD1 by Western blot in BRCA2 heterozygous cells. These expreriments need to be repeated to confirm the data.

Samþykkt: 
 • 27.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf186.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Tjáning viðgerðargena í BRCA2999del5 arfblendnum frumum.pdf785.89 kBLokaður til...31.12.2024HeildartextiPDF