is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38538

Titill: 
  • Áhrif sjúkraþjálfunar á líkamsstarfsemi og lífsgæði einstaklinga með vöðvarýrnun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Vöðvarýrnun er hópur arfgenga og ólæknandi sjúkdóma sem stafa af vaxandi truflun á vöðvastarfsemi beinagrindarvöðva. Vöðvarýrnun stuðlar að framsækinni máttminnkun og krafleysi sem takmarkar einstaklinga við athafnir daglegs lífs. Ólæknandi þýðir þó ekki að ekki sé hægt að meðhöndla sjúkdóminn og er því stuðst við þau meðferðarúrræði sem byggja á nýjustu þekkingu. Notast er við fyrirbyggjandi meðhöndlun þverfaglegrar nálgunar og gegna sjúkraþjálfarar lykilhlutverki við að hámarka virkni, lífslíkur og lífsgæði. Tilgangur þessarar kerfisbundnu fræðilegu heimildasamantektar var að skoða hvernig sjúkraþjálfun getur hægt á klínískum einkennum, stuðlað að betri lífsgæðum og hámarkað virkni einstaklinga með vöðvarýrnun við athafnir daglegs lífs.
    Við heimildaleit var leitast við og borið saman samantektar rannsóknir og aðrar fræðilegar samantektir sem hafa verið framkvæmdar um þau meðferðarúrræði sem eru í boði fyrir einstaklinga með vöðvarýrnunarsjúkdóma. Leitað var í gagnagrunnum PubMed, Cochrane gagnasafn og Fræðasetur Google. Auk þess voru frumheimildir fengnar úr heimildaskrám annarra greina. Leitin miðaðist við fræðilegar heimildarsamantektir og rannsóknir á tímabilinu 2010-2020, en oft er vísað í frumheimildir sem eru eldri. Rannsóknir og samantektir þurftu að fjalla um vöðvarýrnarsjúkdóma, Duchenne vöðvarýrnun, áhrif vöðvarýrnunar á stoðkerfið, öndunarfæri og hjarta, takmörkun á athöfnum daglegs lífs, meðferðarúrræðum og hlutverk sjúkraþjálfara við meðhöndlun vöðvarýrnunar.
    Þessi fræðilega heimildasamantekt gefur nokkuð vítt og breitt yfirlit yfir helstu vöðvarýrnunarsjúkdóma sem þekktir eru í dag. Ritgerðin er að stórum hluta byggð á Duchenne vöðvarýrnun vegna algengi sjúkdómsins. Lykilatriði í meðferð einstaklinga með vöðvarýrnun er að þverfaglegt teymi vinni saman ásamt einstaklingum og aðstandendum til að hámarka virkni, lífslíkur og lífsgæði, og gegna sjúkraþjálfarar þar lykilhlutverki. Mikil framför hefur verið í meðferðarúrræðum síðustu áratugi sem hefur gjörbreytt lífsgæðum og lífslíkum einstaklinga með vöðvarýnun, og má þar helst nefna inngrip öndunaraðstoðar, barkstera (e. glucocorticoids), hryggspengingar, hjálpartækja og líkamsræktar.

Samþykkt: 
  • 27.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka uppsetning af Ritgerð 2021 .pdf893,78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf161,66 kBLokaðurYfirlýsingPDF