Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38557
Ein mikilvægasta undirstaða náms er færni í lestri og stærðfræði og því ákjósanlegt að börn nái sem bestum tökum á þessum tveimur lykilsviðum. Meðal eiginleika sem gætu auðveldað börnum að öðlast þessa færni er fyrirhafnarmikil stjórnun, sem er getan til að sýna tiltekna hegðun þegar önnur er sjálfkrafa viðbragð við aðstæðunum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl fyrirhafnarmikillar stjórnunar við námsárangur og hvort hún veitti betri forspá um árangur og framfarir í stærðfræði en lesskilningi tveimur árum síðar. Unnið var með gögn úr viðameiri langtímarannsókn dr. Steinunnar Gestsdóttur og dr. Freyju Birgisdóttur sem gerð var meðal 400 íslenskra barna á miðstigi grunnskóla. Fyrirhafnarmikil stjórnun var metin í 5. bekk með sjálfsmatskvarða en námsárangur með niðurstöðum samræmdra könnunarprófa í lesskilningi og stærðfræði í 7. bekk. Niðurstöður sýndu að fyrirhafnarmikil stjórnun tengdist árangri í lesskilningi og stærðfræði og spáði fyrir um árangur í báðum greinum tveimur árum síðar. Þær gáfu einnig til kynna að færnin veitti betri forspá um árangur og framfarir í stærðfræði en lesskilningi. Niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir en þörf er á frekari athugunum til að varpa skýrara ljósi á samband fyrirhafnarmikillar stjórnunar við námsárangur.
Efnisorð: ungmenni, sjálfsstjórn, námsárangur, lesskilningur, stærðfræði
Literacy and math form the basis of educational success and therefore it is important that children master these skills early in life. Among possible predictors of academic achievement is effortful control, which refers to the ability to voluntarily manage attention, inhibit or activate behavior in order to adapt. This study aimed to test the correlation between effortful control and academic achievement and to reveal whether effortful control provided a better prediction for achievement and improvement in math than reading comprehension two years later. The data used in this study was collected by Dr. Steinunn Gestsdóttir and Dr. Freyja Birgisdóttir as part of a three-year longitudinal study. Participants were 400 Icelandic children who were assessed on effortful control in fifth grade (mean age 10,7 years) by using a self-evaluation scale. Their academic achievement was indicated by results of national tests in reading and math two years later. Results revealed a correlation between effortful control and math and reading comprehension achievement. Effortful control predicted achievement in both subjects but appeared to be a stronger predictor of math achievement. Furthermore, it only predicted improvement in math. These results are consistent with previous research, but more work is needed to understand the relation between effortful control and academic achievement.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ABB_yfirlýsing.pdf | 91.01 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
ABB_BS2021_Lokaskil.pdf | 477.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |