Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38560
Fræðsla og þjálfun starfsmanna í ferðaþjónustu eru gríðarlega mikilvægir þættir til að byggja upp og treysta gæði þjónustu og ímynd landsins meðal ferðamanna. Lítil fyrirtæki eiga oft erfiðara með að nálgast fræðslu á markvissann hátt þar sem fjármagn er lítið, árstíðarsveifla
er oft mikil og starfsmannahópurinn fjölbreyttur. Markmið þessa verkefnis var að skoða fræðslustarf smærri ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Kannað var hvernig fyrirtækin nálgast fræðslu og þjálfun starfsmanna og hvort áhugi á svæðisbundnu samstarfi sé fyrir hendi.
Gögnum var safnað með hálfstöðluðum viðtölum meðal stjórnenda smærri
ferðaþjónustufyrirtækja, alls 11 viðtöl. Helstu niðurstöður sýndu að hindranir fræðslumála smærri ferðaþjónustufyrirtækja felast í einkennum ferðaþjónustunnar þ.e. að hún er árstíðarbundin og í því felst að erfitt er að nálgast hæft starfsfólk. Fræðsla og þjálfun fer oft fram á óskipulagðan hátt þar sem ekki gefst tími til að undirbúa starfsfólk þegar allir koma til starfa á sama tíma og lítill tími gefst til skipulagningar og markvissar þjálfunar. Þegar kom að svæðisbundnu samstarfi eru fyrirtæki almennt jákvæð fyrir því en eiga erfitt með að
koma samstarfinu af stað. Niðurstöður nýtast til að bæta fræðslu innan smærri ferðaþjónustufyrirtækja í því umhverfi sem þau starfa innan.
Education and training of employees in the tourism industry are extremely important factors for building up and enhancing quality service and strong image of the country among tourists. Small enterprises often find it more difficult to access education in a systematic way as their capital is small, they are affected by seasonality and the staff is diverse. The aim of this research is to examine educational work in smaller tourism companies in Iceland. To be
able to do that it was examined how the companies approach education and training of employees and whether there is an interest in regional co-operation. Data was collected with semi-structured interviews among managers of smaller tourism companies, a total of 11 interviews. The main results showed that the barriers to education for smaller tourism
companies lie in the characteristics of the tourism industry, its seasonality and that it is difficult to find qualified staff. Education and training often takes place in an unorganized manner when employees are hired quickly and there is little time to plan the training and education. When it comes to regional co-operation, companies are generally positive about it, but find it difficult to get started. The results are useful to improve training and education within smaller tourism companies in the environment in which they operate.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fræðslustarf í smærri ferðaþjónustufyrirtækjum - Lilja Karen Kjartansd.pdf | 455.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_Lilja_Karen_Kjartansdóttir.pdf | 55.47 kB | Lokaður | Yfirlýsing |