is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38565

Titill: 
  • Áhrif foreldraþjálfunar á foreldrafærni: Lýsandi rannsókn á birtum gögnum úr einliðasniðum 2010-2020
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var upphaflega að þýða og prófa matslista með fjölskyldum sem nýta þjónustu Barnaverndar Reykjavíkur með það markmið að meta foreldrafærni á hlutlægan hátt með skýrum viðmiðum. Með matslistanum sem var valinn er hægt að mæla færni foreldra og framför þeirra meðan á þjónustunni stendur. Matslistinn þýðist hér sem „Almennt mat á foreldrafærni“ (e. Global assessment of parenting skills) eða GAPS til styttingar á enska heitinu. GAPS listinn hefur verið í notkun erlendis til fjölda ára með góðum árangri. Matslistinn hefur ekki verið prófaður áður á Íslandi. Ekki reyndist unnt að fá þátttakendur til þess að prófa listann með fjölskyldum eftir að hann var þýddur, þrátt fyrir leit. Markmið rannsóknarinnar breyttist því í að skoða fyrri rannsóknir þar sem foreldrar fengu foreldraþjálfun. Leitað var að rannsóknum þar sem kennt var foreldrafærni og árangur íhlutunar var metinn með einliðasniði svo hægt væri að varpa ljósi á árangur foreldraþjálfunar á foreldrafærni með hverjum og einum. Gagnasöfnun fór framt rafrænt eftir fyrirfram skilgreindum viðmiðum. Leitað var að rannsóknum á tíu ára tímabili, frá árunum 2010 til 2020. Alls voru fjórar rannsóknir teknar fyrir í þessu yfirliti, þær sem náðu viðmiðum. Niðurstöður þessarar úttektar benda til þess að foreldraþjálfun sé árangursrík til þess að bæta foreldrafærni hjá foreldrum. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 28.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif foreldraþjálfunar á foreldrafærni.pdf628.19 kBLokaður til...27.05.2023HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf581.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF