Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38575
Flóttafólk er sístækkandi hópur í Evrópu og glímir við mikið álag og áföll og eru því í áhættu á að þróa með sér aðlögunarvanda. Til að styðja við flóttafólk er mikilvægt að þeim standi til boða gagnreynd úrræði. Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE) er úrræði byggt á gagnreyndu meðferðinni Parent Management Training – Oregon (PMTO) sem hefur verið aðlagað að flóttafólki í Evrópu. Fjórar Evrópuþjóðir taka þátt í SPARE verkefninu og í þessari rannsókn er farið yfir gögn frá Íslandi. SPARE þjálfar foreldra í að vera kennarar barna sinna og hjálpa þeim að aðlagast nýju menningunni sem þau tilheyra. Markmið rannsóknarinnar er að meta fýsileika SPARE ásamt því að kanna hvort úrræðið auki foreldrafærni, dragi úr aðlögunarvanda og auki vellíðan foreldra. Þátttakendur voru 28, 14 mæður og 14 feður sem höfðu öll stöðu flóttafólks á Íslandi og áttu börn á aldrinum tveggja til 18 ára. Foreldrar svöruðu listum í byrjun og lok námskeiðs sem var haldið í 12 skipti. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að SPARE er fýsilegt úrræði fyrir flóttafólk á Íslandi. Þátttakendur voru ánægðir með úrræðið og var mæting og þátttaka há. Foreldrafærni jókst og þá sérstaklega Jákvæðar uppeldisaðferðir, styrkleiki aðlögunarvanda minnkaði og foreldrar upplifðu það sem minna vandamál. Mat foreldra á vellíðan þeirra jókst en þó ekki marktækt. Þessar niðurstöður lofa góðu fyrir áframhaldandi rannsóknir á úrræðum fyrir flóttafólk þar sem þörfin fyrir slík úrræði er mikil.
Refugees are a fast-growing group in Europe who deals with a lot of stress and adversities which puts them at risk for developing adjustment problems. It is important that evidence-based interventions are an available option for refugees in need of support. Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE) is an intervention based on Parent Management Training – Oregon (PMTO), an evidence-based intervention, which is being adapted to the needs of refugees in Europe. Four European nations participate in the SPARE project and in this study data from Iceland will be examined. SPARE trains parents to be their children’s teachers to help them adjust to the new culture they now belong to. The aim of this study is to assess the feasibility of conducting SPARE in Iceland as well as assessing whether the intervention increases good parenting practices, decreases adjustment problems, and increases parent well-being. There were 28 participants, 14 mothers and 14 fathers who all had the status of refugee in Iceland as well as having at least one child aged 2-18 years old. Parents filled out questionnaires at the beginning and end of the course, which was held 12 times. The results indicate that SPARE is a feasible intervention for refugees in Iceland. Participants were satisfied with the intervention and attendance and participation was high in the groups. Parenting practices increased and especially positive parenting practices, intensity of adjustment problems decreased, and parents perceived it as less of a problem. Parent’s assessment of their well-being increased, though it was not significant. These results are promising for continuing research on interventions for refugees as the need for such interventions is imperative.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efling Foreldrafærni Meðal Flóttafólks - MS ritgerð Alexía Margrét Jakobsdóttir.pdf | 492,67 kB | Lokaður til...28.05.2121 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing f. skemmuna - Alexía Margrét Jakobsdóttir.pdf | 583,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |