Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38582
Eftir því sem áhrif matvælakerfa heims á loftslagsbreytingar verða skýrari verður nauðsyn á að endurskoða áherslur í matvælaframleiðslu á Íslandi augljósari. Í þessari rannsókn er staða nýliða í grænmetisræktun á Íslandi könnuð ásamt því að rýnt er í umhverfisáhrif matvælaframleiðslu. Vitund ræktendanna um umhverfismál er skoðuð og vilji þeirra til að huga að sjálfbærni í framleiðslu. Lagt er mat á hversu vel stefnumörkun og stuðningskerfi stjórnvalda hvetur til fjölbreytni og sjálfbærni í innlendri matvælaframleiðslu. Viðtöl voru tekin við sex ræktendur sem teljast til nýliða í greininni og rakin upplifun þeirra af stuðningskerfinu og þeim áskorunum sem mæta þeim í rekstri. Niðurstaðan er sú að rými og þörf sé fyrir bættum stuðningi við nýliða í grænmetisrækt. Rekstrarumhverfi þeirra er krefjandi, kostnaður við stofnun og rekstur hár og samkeppnisstaða gagnvart innfluttum afurðum er heldur veik. Þrátt fyrir nýja matvælastefnu er frekari endurbóta þörf á stefnumótun innan matvælaframleiðslu. Vöntun er á samræmi milli ráðlegginga í átt að betri lýðheilsu og sjálfbærni og fjárhagslegum stuðningi til framleiðenda. Stuðningur ætti að vera á breiðum grunni; m.a. í formi fjárhagsstuðnings, breytinga á reglugerðum og skapandi lausna í markaðsumhverfi. Nýliðarnir eru sjálfir fullir hugsjóna og vilja til að bjóða afurðir sem þjóna neytendum framtíðar sem best.
As the effects of world food production on climate change become clearer, it is evident that Iceland’s food production system needs to be reevaluated. In this study the position of newcomers to vegetable production in Iceland is examined alongside the climate impact of food production. The climate awareness of producers, as well as their willingness to incorporate sustainable methods in their production, is examined. The ability of the government’s grant systems and policies to encourage diversity and sustainability in domestic food production is evaluated in order to identify opportunities for change. Six growers, all new to the field, were interviewed and their experiences reflect the challenges associated with the established system. The results show that there is not enough support available for new vegetable farmers. The initial and running costs of vegetable farms are high, making it difficult for newcomers to break into the field, and further weakening their position compared to international products. There is a need for holistic advice that furthers public health and sustainability, as well as economic support for producers. Additional support for vegetable farmers should cast a wider net and include direct financial support, beneficial change within regulations in conjunction with creative solutions in the marketplace. The newcomers have the vision and will necessary to offer produce that serves the consumer of the future.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Staða_nýliða_í_grænmetisrækt-Borghildur.Gunnarsdottir.pdf | 663.92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Borghildur_Skemman_yfirlysing (1).pdf | 302.54 kB | Lokaður | Yfirlýsing |