is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38584

Titill: 
  • Notkun fjarkönnunar og hæðarlíkana til að meta rúmmál Lambahrauns austara og vestara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Lambahraun austara og Lambahraun vestara eru nútímahraun staðsett norðan við Hofsjökul. Í þessari rannsókn var notast við nýjar aðferðir til að reikna rúmmál þessara hrauna. Áður fyrr voru nákvæm hæðargögn ekki eins aðgengileg og nú er. Því hefur hingað til verið farið á vettvang og hæðarmælingar gerðar á jöðrum hraunsins, meðalþykkt þess metin og rúmmál hraunsins þannig áætlað út frá flatarmáli þess. Þessir reikningar gera ekki ráð fyrir legu undirlags hraunanna og breytileika í þykkt þeirra. Því geta niðurstöðurnar verið ónákvæmar. Í þessari rannsókn eru brúunaraðferðir í QGIS notaðar til þess að áætla landslagið undir hraunum út frá þekktum hæðargildum í nágrenni þeirra. Hæðargildin voru fengin frá ArcticDEM hæðarlíkani en með tilkomu þess er einfaldara að fá mun nákvæmari hæðargögn á norðurslóðum en áður var hægt að fá. Rúmmál hraunanna voru því fengin með því að reikna mismuninn á raun hæðarlíkani og brúaða hæðarlíkaninu. Lambahraun austara og Lambahraun vestara reiknuðust 0,011 km3 og 0,020 km3 hvort um sig. Þar sem hluti hraunanna er hulinn jökli er gert ráð fyrir að þessar tölur séu frekar vanmat en ofmat. Ef gert er ráð fyrir samspili lengdar hrauna og framleiðni þeirra gæti Lambahraun vestara hafa myndast á 1,5 til 231 dögum og Lambahraun austara á 3.6 til 509 dögum. Ef þessi hraun eru borin saman við svipuð hraun sem mynduðust í Kröflueldum á árunum 1975-84 er líklegra að hraunin hafi myndast á nokkrum dögum frekar en mánuðum.

  • Útdráttur er á ensku

    Lambahraun austara and Lambahraun vestara are two postglacial lava flows north of the Hofsjökull glacier in central Iceland. In this study, new methods were used to calculate the volume of these lavas. Previously, precise elevation data have not been easily accessible. Therefore, on-site thickness measurements have been conducted to estimate the average thickness of the lava flow and thus estimate its volume based on the area of the lava flow. These calculations do not take into account the topography beneath the lava flow, and only roughly estimate the topography of the lava, which can lead to inaccurate results. In this study, this is avoided by using interpolation methods in QGIS to estimate the landscape under the lava based on known elevation data around the lava flows. The elevation data was obtained from the ArcticDEM digital elevation models. With the introduction of ArcticDEM, it has become easier to obtain digital elevation models of the Arctic region. The volumes of the lavas were obtained by calculating the difference between the true and interpolated elevation models. The volumes of Lambahraun austara and Lambahraun vestara were calculated as 0.011 km3 and 0.02 km3 respectively. As parts of the lavas are covered by a glacier, it is assumed that these results are rather underestimated than overestimated. If we take into account the relationship between a lava flow's effusion rate and its flow length we can assume that Lambahraun vestara may have formed in 1.5 to 231 days and Lambahraun austara in 3.6 to 509 days. If these lava flows are compared to similar lava flows formed during the Krafla rifting episode in 1975 to 1984, it is more likely that the lavas formed in a few days rather than months.

Samþykkt: 
  • 31.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun fjarkönnunar og hæðarlíkana til að meta rúmmál Lambahrauns austara og vestara.pdf2.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpeg1.26 MBLokaðurYfirlýsingJPG