Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38589
Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort bætur fyrir eignarnám og bætur fyrir uppkaup eigna á grundvelli laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum á grundvelli staðgreiðslumarkaðsverðs samanber 14. gr. laganna standist alltaf skilyrði 72. gr. stjórnarskrár um fullt verð. Fyrst verður farið yfir forsögu ofanflóðalöggjafarinnar á Íslandi. Farið verður yfir skilyrði eignarnámsákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ennfremur verður fjallað um úrskurði Matsnefndar eignarnámsbóta í Dísarlandsmálum og dóma Héraðsdóms Vestfjarða. Að lokum er farið yfir tilvik uppkaupa sem hafa átt sér stað á Íslandi og hvaða viðmiðum var beitt þá.
Við úrvinnslu heimilda var stuðst við fræðibækur um eignarnám og fræðigreinar sem hafa verið birtar í viðurkenndum tímaritum á sviði lögfræðinnar. Stuðst var við lög, lögskýringargögn, dóma Hæstaréttar Íslands og dóma Héraðsdóms Vestfjarða. Jafnframt er byggt á úrskurðum Matsnefndar eignarnámsbóta og fyrirspurnum í tölvupósti frá höfundi ritgerðarinnar á fagaðila og svörum þeirra. Loks var stuðst við skýrslur ofanflóðanefndar og álitsgerð um ofanflóð.
Niðurstaða ritgerðarinnar er meðal annars að leggja þarf til breytingar á 14. gr. ofanflóðalöggjafarinnar með tilliti til niðurstaðna úr óbirtum dómum Héraðsdóms Vestfjarða. Niðurstaðan var að Matsnefnd eignarnámsbóta sé ekki bundin viðmiði 14. gr. laga nr. 49/1997 í aðstæðum þar sem staðgreiðslumarkaðsverð telst ekki vera fullt verð sbr. 72. gr. stjórnarskrár. Heimilt getur verið að miða við önnur verð heldur en staðgreiðslumarkaðsverð í vissum aðstæðum. Jafnframt skal gæta að leiðbeiningarskyldu sveitarstjórna sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þegar uppkaupum og eignarnámi er beitt á grundvelli ofanflóðalöggjafarinnar, þar sem kynna ber íbúum eigna sem lenda í þessum aðstæðum þennan rétt.
The purpose of this thesis is to examine whether compensation for expropriation and repurchase of property on the basis of Act no. 49/1997 on protection against avalanches and landslides on the basis of withholding cash market price, cf. Article 72. Constitution for full price. First, the flood legislation background in Iceland and the conditions of the expropriation provision in Article 72 will be reviewed. The ruling of the Assessment Committee for expropriation compensationing the Dísarland cases and the judgements of the District Court of the Westfjords are also discussed. Finally, the cases in which acquisitions have taken place and the criteria that have been applied are reviewed.
References of the thesis include scholarly books about expropriation, puplished articles in professional law journals, laws and interpretative documents, judgments of the Supreme Court of Iceland and the District Court of the Westfjords. Rulings of the Assessment Committee are referenced as appropriate. Other sources include email correspondance between the thesis author and relevant professionals. Finally, the reports of the Flood Committee and the opinion about the Flood were used.
The thesis results suggest it is necessary to propose an amendment to Article 14. of the Flood Legislation with reference to the findings in the unpublished judgements of the District Court. They are important procedual sources as it was concluded that the Expropriation Compensation Assessment is not bound by the criteria of Article 14 Act no. 49/1997 in situations where the cash market price is not considered to be the full price, cf. Article 72. Prices may be valued differently under certain circumstances. The obligation to provide guidance to local authorties and informing residents of their right must also be observed cf. Article 7 of the Administrative Procedure Act no. 37/1993, when acquisitions and expropriation are applied on the basis of the flood legislation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Atli 1.pdf | 310,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |