is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38591

Titill: 
 • Meðferð nauðgunarmála fyrir dómstólum : hefur orðið breyting á sönnunarmati og refsingum með tilkomu Landsréttar?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni hér að aftanverðu er fjallað um meðferð nauðgunarmála fyrir dómstólum og leitast við að svara þeirri spurningu hvort hafi orðið breyting á sönnunarmati og refsingum með tilkomu Landsréttar. Því var gerð rannsókn á dómum Landsréttar frá 1. janúar 2018, þegar Landsrétti var komið á fót, til 1. apríl 2021. Einnig verða skoðaðir dómar Hæstaréttar frá 1. janúar 1993 til 1. janúar 2016 og gerður samanburður þar á milli. Fyrst verða dómarnir skoðaðir m.t.t. sönnunar og svo refsingar. Megináhersla verður lögð á dóma þar sem ákært er fyrir 194. gr. almennar hegningarlaga nr. 19/1940, sem er nauðgunarákvæðið. Brot sem beinast gegn börnum og einstaklingum með þroskaskerðingar eru þó fyrir utan efni þessarar ritgerðar.
  Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að engar marktækar breytingar hafa orðið á sönnunarmati í Landsrétti en þó eru ákveðnar vísbendingar um að óbein sönnunargögn hafi minna vægi í Landsrétti en þau höfðu áður í Hæstarétti. Hvað varðar refsinguna virðist Landsréttur ekki fylgja þeirri línu sem Hæstiréttur var búin að leggja en af þeim dómum sem fallið hafa í Landsrétti má sjá að meðalrefsing fyrir brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga er lægri en hún var áður og ástæða refsimildunar er oft dráttur á meðferð máls.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis will cover the handling of rape cases in courts and seek to answer the question of whether there has been any change in the evaluation of evidence and sentencing with regards to the emergence of Landsréttur. To respond to this query, various rulings of Landsréttur, dating from January 1st, 2018 when Landsréttur was first established, until April 1st, 2021. The rulings of the High Court between January 1st, 2005 and January 1st, 2016 will also be observed, and comparisons drawn between them. The rulings will first be viewed with consideration towards evidence, and then the sentencing that was given. The primary focus will be placed upon rulings in cases involving article 194 of General Penal Code (GPC) number 19/1940, also known as the rape provision. Violations regarding children and individuals with developmental disabilities, however, are outside of the parameters of this thesis.
  The results of this research showed that no significant changes have occurred in the evaluation of evidence in Landsréttur, though there are certain indicators that indirect evidence carries less weight before Landsréttur than it had in the past with the High Court. In regard to sentencing, it appears that Landsréttur does not follow the standard set by the High Court. Based on the rulings made by Landsréttur there is an observable decrease in severity for the average sentencing for violations of article 194 of the GPC compared to in the past, and that the reason for this reduction is often caused by delays in the handling of cases.

Samþykkt: 
 • 31.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Brynja loksakil 20 mai PDf 3.pdf747.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna