is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38592

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni 11 ára drengs með almenna námsörðugleika og ADHD
  • Titill er á ensku The Effects of Engelmann's Direct Instruction and Fluency Training on the Reading Ability of an 11 Year Old Boy with Non-Specific Learning Disability and ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í samfélagi nútímans er lestur mikilvæg færni í námi og starfi. Mikilvægt er að einstaklingar læri að lesa til að búa við sem best lífsgæði. Því er mikilvægt að skólar noti raunprófaðar aðferðir við lestrarkennslu til að tryggja góðan árangur og námsgæði. Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) hefur verið raunprófuð í nokkra áratugi og stöðugur árangur hefur náðst við beitingu hennar. Önnur raunprófuð aðferð við beitingu á kennslu og mælingu á fimi er fimiþjálfun (e. precision teaching) Lindsleys. Við beitingu kennsluaðferða er rétt styrking mikilvæg. Táknstyrkjakerfi er gott dæmi um þetta þar sem það byggir á uppsöfnun stiga í stað sífelldrar notkunar frumstyrkja. Aðferðir stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar voru notaðar við framkvæmd rannsóknar á lestrarfærni ellefu ára drengs með sértækar málþroskaraskanir, athyglisbrest með ofvirkni (e. attention-deficit/hyperactivity disorder) og almenna námsörðugleika. Niðurstöður leiddu í ljós að lestrarfærni og fimi í lestri þeirra stafa sem teknir voru fyrir jókst. Auk þess jókst færni í lestri þriggja til fimm stafa orða. Þessar niðurstöður virðast gefa til kynna að aðferðir stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar beri tilætlaðan árangur.

Samþykkt: 
  • 31.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni 11 ára drengs með almenna námsörðugleika og ADHD.pdf493.48 kBLokaður til...28.05.2023HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf396.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF