is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38593

Titill: 
  • Fjölgun tilvísana á Greiningar- og ráðgjafarstöð - samanburður á börnum með erlendan bakgrunn og íslenskum jafnöldrum þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Áhættuþættir taugaþroskaraskana eru margbreytilegir. Rannsóknir hafa skoðað hvort börn af erlendum uppruna séu í aukinni áhættu fyrir því að greinast með taugaþroskaraskanir. Sumar rannsóknir benda til að svo sé, en niðurstöður eru þó ekki ótvíræðar. Þessi rannsókn bar saman hlutfall tilvísana til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar (GRR) fyrir börn með erlendan bakgrunn við börn með engan erlendan bakgrunn. Athugað var hvort marktækur munur væri á meðalaldri við tilvísun barna eftir bakgrunni þeirra. Einnig var athugað hvort að börn með erlendan bakgrunn væru líklegri eða ólíklegri til að greinast með raskanir á einhverfurófi, heilalömun og þroskahömlun og hvort að vísbendingar væru um mun á alvarleika einkenna. Rannsóknin skoðaði 1682 tilvísanir sem bárust GRR á tímabilinu 2014- 2018. Hlutfallslegur fjöldi tilvísana fyrir börn af erlendum uppruna var hærri en búast mætti við út frá heildarfjölda þeirra í íslensku samfélagi. Bakgrunnur hafði ekki áhrif á hvort að barn væri líklegra til að greinast með einhverfurófsröskun, heilalömun eða þroskahömlun. Bakgrunnur hafði hins vegar áhrif þegar birtingarmynd raskanna var skoðuð en börn með erlendan bakgrunn voru líklegri til að greinast með alvarlegri birtingarmynd einhverfurófsröskunar og þroskahömlunar. Þegar bakgrunnur var skoðaður eftir flokkun Hagstofu Íslands voru innflytjendur ólíklegri til að greinast með einhverfurófsröskun en líklegri til að greinast með þroskahömlun heldur en börn með engan erlendan bakgrunn. Einnig voru börn af annarri kynslóð innflytjenda líklegri til að greinast með alvarlegri birtingarmynd einhverfu en innfæddir jafnaldrar. Frekari rannsókna er þörf til að skilja betur þau áhrif sem innflytjendabakgrunnur hefur á greiningu taugaþroskaraskana.

Samþykkt: 
  • 31.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Björk Jensínudóttir.pdf627.32 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
Nafn höfundaar kennitala.pdf259.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF