is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38596

Titill: 
 • Merkjagreining á Leið til Læsis: Lesskimun með samræmdum könnunarprófum sem viðmið
 • Titill er á ensku A signal detection analysis of the Leið til Læsis: Reading comprehension on the Icelandic National Assessment as criteria for the LtL Reading Screening
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Læsi er undirstöðuþáttur lærdóms og er mikilvæg færni sem einstaklingar þurfa að ná góðum tökum á.
  Það þarf að skima fyrir yfirvonandi lestrarerfiðleikum hjá börnum svo hægt sé að grípa samstundis inn í
  ef grunur er til staðar. Leið til læsis er stuðningskerfi sem ætlað er kennurum og fagfólki í skólakerfinu.
  Stuðningskerfið samanstendur af skimunarprófi sem er lagt fyrir í október hjá fyrsta bekk og
  eftirfylgniprófum fyrir 1.-4.bekk ásamt ítarlegri handbók um kennslu og meðhöndlun niðurstaðna.
  Lesskimun er mikilvæg forvarnaraðgerð þar sem að hún getur ýmist verið forspá eða leit að tilteknu
  ástandi. Með því að skima strax fyrir lestravanda hjá börnum er hægt að beita inngripi og hanna áætlun
  sem hentar best hverjum og einum nemenda.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna greiningarhæfni fyrir Leið til læsis með aðferðum
  merkjagreiningar (e. signal detection) þar sem lesskilningshluti samræmdu könnunarprófanna voru
  notuð sem viðmið við málskilning, hljóðkerfisvitund og bókstafi og hljóð úr skimunarprófi Leið til læsis.
  Rannsóknin fólst í því að finna besta viðmiðspunktinn fyrir hvern og einn undirstöðuþátt og meta
  greiningarhæfni hvers prófs fyrir sig. Reynt var að finna sem hentugasta viðmiðspunktinn til þess að ná
  yfir alla sem eru í grun um vanda og taka inn eins fáa sem eiga ekki í neinum vanda. Niðurstöður
  rannsóknarinnar gáfu í skyn að greiningahæfni hvers prófs fyrir sig var ekki nægilega góð, þar sem
  ekkert próf náði yfir 80% (AUC: area under the curve). Hins vegar hélt greiningahæfnin stöðug frá 4.-9.
  bekk sem sýnir að Leið til læsis nær að meta færni sem hefur langvarandi áhrif. Það þarf því að styrkja
  skimunarprófið til þess að finna besta viðmiðspunktinn svo það séu ekki óþarfa margir teknir inn í úrræði
  sem þurfa ekki á því að halda. Fórnarkostnaðurinn er þó lítill þar sem að sérkennsla er í flest öllum
  grunnskólum og verkfærin eru til staðar.
  Lykilorð: Leið til læsis lesskimun, merkjagreining, réttmæti, samræmd könnunarpróf

Samþykkt: 
 • 31.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Merkjagreining á ltl.pdf947.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2021-05-28 18-21.pdf362.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF