is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38597

Titill: 
  • Breytingar á 15. gr. samkeppnislaga með innleiðingu sjálfsmatskerfis : fyrirtæki á jarðsprengjusvæði?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 1. janúar 2021 tóku í gildi lög nr. 103/2020 um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005. Með þeim var gerð sú grundvallarbreyting að horfið var frá áralangri framkvæmd þar sem Samkeppniseftirlitið veitti undanþágur frá bannákvæðum samkeppnislaga og tekið var upp svokallað sjálfsmatskerfi (e. self-assessment). Er það því í höndum hlutaðeigandi fyrirtækja meta það sjálf hvort að skilyrði fyrir undanþágu samkvæmt 1. mgr. 15. gr. samkeppnislaga séu uppfyllt. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á sjálfsmatskerfið og hvernig framtíðar fyrirkomulagi verður háttað í framkvæmd. Sérstök áhersla verður lögð á framkvæmdina í evrópskum samkeppnisrétti þar sem kerfið hefur verið við lýði frá árinu 2004. Þá verður ný sáttarheimild samkeppniseftirlitsins tekin til ítarlegrar skoðunar, hvernig hún getur komið til góðs og hún borin saman við sambærilega heimild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ritgerðin er byggð upp á þann hátt að í öðrum kafla er gert grein fyrir banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði fyrirtækja og samtaka fyrirtækja samkvæmt 10. og 12. gr. laganna, samhengisins vegna. Í þriðja kafla eru þeim skilyrðum sem samstarf fyrirtækja þarf að uppfylla til að njóta mögulegrar undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. gr. gerð ítarleg skil. Í fjórða kafla er framkvæmd samkeppnisyfirvalda á undanþágubeiðnum rekin með sérstakri áherslu á þau skilyrði sem slíkum undanþágum eru settar. Í fimmta kafla er undanþágum í evrópskum samkeppnisrétti gerð skil og þeirri framkvæmd sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur markað. Í sjötta kafla er vikið að áðurnefndum breytingum á 15. gr. og innleiðingu sjálfsmatskerfisins í íslenskan rétt. Loks verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í sjöunda kafla.

  • Útdráttur er á ensku

    On January 1st, 2021, Act no. 103/2020 amending the Competition Act no. 44/2005, entered into force. Consequently, a fundamental change was made to a long-standing practice, abolishing a centralised notification and authorisation system where the Competition Authority granted exemptions from the prohibitions of the Competition Act and introduced a so-called self- assessment system. It is therefore in the hands of the undertakings concerned to assess whether the conditions for exemption according to Article 15 of the Competition Act are fulfilled. The aim of this thesis is to shed a light on the self-assessment system and how it will be implemented. Emphasis will be placed on the implementation of European competition law, where the self- assessment system has been in effect since 2004. The Competition Authority’s new permission to conclude cases by means of settlement will be examined in close detail, and how it can be beneficial. The second chapter is dedicated to the prohibition of the Competition Act on all agreements between undertakings and decisions by associations of undertakings according to Articles 10 and 12. The third chapter describes the conditions co-operation agreements must meet in order to be considered to offset the restriction of competition generated by it and thus gain an exemption based on Article 15. Fourth chapter contains a review of Competition Authorities implementation of exemption requests with emphasis on the conditions under which such exemptions are imposed. Chapter five set out the exceptions in European competition law and the practice set by the European Commission. The sixth chapter refers to the amendments to Article 15 with the introduction of the self-assessment system. Finally, the main conclusions of the thesis will be summarized in chapter seven.

Samþykkt: 
  • 31.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-DS.pdf454.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
darribeidni.pdf449.7 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna