Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38598
Hér á landi hafa reglulega sprottið upp deilur um nýtingu vatnsfalla til raforkuframleiðslu þar sem sjónarmið náttúruverndar og orkunýtingar takast á. Megintilgangur verndar- og orkunýtingaráætlunar, sem komið var á fót í kringum síðustu aldamót, hefur verið að stuðla að sátt ólíkra sjónarmiða í málefnum náttúruverndar og orkunýtingar. Lög gera ráð fyrir að allar vatnsaflsvirkjanir með uppsett afl 10 megavött eða meira falli undir rammaáætlun. Síðustu ár hefur aukinni athygli verið beint að málefnum smávirkjana, þ.e. virkjana með uppsett afl allt að 10 megavött sem rammaáætlun nær ekki til. Kallað hefur verið eftir því að viðmið rammaáætlunar verði endurskoðað með tilliti til uppbyggingar smávirkjana. Markmið rannsóknarinnar er kanna nánar viðmið rammaáætlunar og skoða það í tengslum við skilgreiningu smávirkjana. Tengsl viðfangsefnisins við náttúrusiðfræði verða einnig könnuð þar sem siðferðislegar spurningar kunna að vakna í tengslum við nýtingu náttúruauðlinda. Stuðst var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við fimm einstaklinga sem tengjast viðfangsefni ritgerðarinnar með ólíkum hætti. Niðurstöður vörpuðu ljósi á ólíka sýn viðmælenda um ágæti fyrirkomulags rammaáætlunar auk ólíkrar framtíðarsýnar í málaflokknum. Aftur á móti voru viðmælendur sammála um að notkun hugtaksins smávirkjun um allar virkjanir undir 10 megavöttum gæfi ekki rétta mynd af slíkum virkjunum.
Conflicts regarding utilization and protection of natural areas are evident and occur frequently in Iceland. The chief objective of The Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization, which was established at the turn of the century, has been to promote conciliation on different perspectives on the issues of nature protection and energy utilization. According to Icelandic laws, all hydropower plants with an installed capacity of 10 megawatts or more are obligated to The Master Plan. In recent years, more attention has been brought to the issues of small hydropower plants, which are defined as power plants with an installed capacity of up to 10 megawatts. Hence, small hydropower plants require no consideration in The Master Plan. A reform to the criteria of small hydropower plants has been appealed. The aim of this study is to explore in more detail the criteria of The Master Plan and observe it in the context of the definition of a small hydropower plant. The topic will also be discussed in the context of ethics of nature since ethical questions may arise in relation to the utilization of natural resources. Five semi-standardized interviews were conducted with interviewees differently related to the topic and analysed using qualitative methods. The results revealed the interviewees’ various view on the excellence of The Master Plan, as well as different perspectives on the issue. Furthermore, the results revealed that the use of the term small hydropower plants over all power plants below 10 megawatts is irrelevant according to the interviewees.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðni Þór Þórsson.pdf | 576,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 3,74 MB | Lokaður | Yfirlýsing |