en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38607

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif þreytu á vöðvavirkni aftanlærisvöðva og liðhorn mjaðmar og hnés hjá karlkyns heilsubótarhlaupurum
 • Effects of fatigue on hip and knee joint angles and muscle activities of hamstring muscles in male recreational runners
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Aftanlærisvöðvar eru hluti af hreyfikeðju neðri hluta líkamans sem taka þátt í hlaupahreyfingum en við ákveðnar aðstæður aukast líkur á meiðslum í þeim vöðvahóp.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að skoða virkni aftanlærisvöðva í hlaupahringum og hvernig sú virkni breytist eftir þreytu. Einnig var skoðað breytingar á lengd aftanlærisvöðans. Það er áhugavert að skoða vöðva virknina og lengingu hans með meiðsli í huga.
  Aðferðir: Þátttakendur voru 13 sjálfboðaliðar á aldrinum 20-51 ára sem stunda hlaup reglulega. Þeim var skipt niður í tvo flokka eftir reynslu. Hópur A, reyndir (+4 ár, N=5) og hópur B, óreyndir (-4 ár, N=8) Hver sjálfboðaliði mætti tvisvar sinnum í mælingu. Í fyrri mælingunni var mjólkursýruþröskuldurinn mældur með hlaupaprófi. Í seinni mælingunni voru breytingar á hreyfiferlum og vöðvarafrit rannsakað. Notast var við þrívíddar hreyfigreiningarkerfi til þess að safna gögnum og greina. Við tölfræðiúrvinnslu var notast við fjölþátta blandaða dreifnigreiningu.
  Niðurstöður: Skreftíminn eykst markækt hjá óreyndari hópnum við þreytu (p<0,001). Reyndu hlaupararnir beygja mjaðmirnar meira en þeir óreyndu. Reyndu hlaupararnir lenda með hnéð í meiri beygju heldur en þeir óreyndu við upphafslendingu (e.initial contact) (p<0,001). Þeir óreyndu voru einnig að lenda með aftanlærisvöðvann nær mestu lengingu en þeir reyndu. Jafnframt var virknin almennt að aukast í aftanlærisvöðanum hjá báðum hópum með vaxandi þreytu.
  Ályktun: Þreyta hefur áhrif á liðhorn hnés og mjaðma og vöðvavirkni aftanlærisvöðvanna. Þreytan veldur því að hlauparar gera breytingu á hlaupastíl sínum sem getur gert það að verkum að þeir verði í meiri hættu fyrir álagsmeiðslum. Óreyndir hlauparar eru líklegri til að lenda með fótinn þegar aftanlærisvöðvinn er nálægt hámarkslengingu. Einnig má sjá að þeir óreyndu lenda með hné í minni beygju en þeir reyndu. Þessa þætti má vinna með til að auka hlaupahagkvæmi einstaklinga og reyna þannig að minnka líkur á meiðslum.

 • Introduction: The hamstrings muscles are part of the lower chain of the lower extremities that participate in running but certain aspects increase the risk of injury in that muscle group.
  Aims: The aim of the study is to examine the function of the hamstring muscles in running and how their function changes with fatigue. The change in muscle length will also be examined. It is interesting to look at the muscle activation and its elongation with injuries in mind.
  Methods: Participants were 13 volunteers ages from 20-51 who run regularly. They were diveded into two groups by experience i.e. experienced (+4 years, N=5) and inexperienced (-4 years, n=8). All participants vere measured twice. In the first measurement, the latic acid threshold was measured with a running test. In the second measurement, changes in kinematics and EMG were observed. A three dimensional motion analysis system was used to collect data and analyze. Mixed model ANOVA was used for statistical analysis.
  Results: The stride time increases significantly in the inexperienced group with fatigue (p<0,001). Experienced runners bend their hips more than the inexperienced runners. Same applies for the knee, experienced runners bend their knee more at initial contact. The inexperienced runners were landing with their foot when the hamstring muscle was near maximum length compared to the experienced runners. Also, the muscle activation was increased with both groups as the fatigue increased.
  Conclusion: Fatigue affects knee and hip angles along with the muscle activity of the hamstring. Fatigue causes runners to change their running style, which can put them at a greater risk for developing running related injuries. Inexperienced runners are more likely to land with their foot when their hamstring is near maximal length and with small knee angle. These factors can be worked on to increase the running economy of these individuals and thus reduce the risk of injury.

Accepted: 
 • May 31, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38607


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
IA_MS_lokaskil.pdf3.45 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing.pdf207.44 kBLockedDeclaration of AccessPDF