is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38610

Titill: 
 • Eldsvoði : beiting ákvæðis 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi ber heitið: Eldsvoði, beiting ákvæðis 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Markmið ritgerðarinnar er að draga saman heildstæða umfjöllun um ákvæði 164. gr. almennra hegningarlaga sem fjallar um brennu, eldsvoða og almannahættu. Ákvæðið hefur staðið óbreytt frá setningu laganna og lítið hefur verið fjallað um það af fræðimönnum. Þegar brot gegn ákvæði 164. gr. alm. hgl. eru fullframin er um hættubrot að ræða og er því ekki lögð áhersla á sjálfan verknaðinn né afleiðingar hans, heldur er það hættueðli brennubrota sem leiðir til þess að um refsivert brot sé að ræða.
  Kannaðir voru dómar Hæstaréttar frá árinu 1940 til ársins 2020, en á því 80 ára tímabili voru téðir 21 dómar í Hæstarétti sem reyndu á ákvæði 164. gr. alm. hgl., þar af var sakfellt fyrir brot gegn 164. gr. í 17 þeirra. Rannsakað var til hvaða atriða dómstólar líta við refsimat brennubrota og hvað þarf til að um almannahættu sé að ræða í skilningi ákvæðis 164. gr. Af könnun höfundar má ráða að dómstólar líti aðallega til þess hvort fólki hafi verið stefnt í bersýnilegan lífsháska eða hvort augljós hætta hafi verið á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna við mat á almannhættu. Það er mat höfundar að almenn sátt ríki um ákvæði 164. gr. alm. hgl. og að ekki þykir brýn þörf á breytingum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is entitled: Fire, application of the provision of Article 164 of the Icelandic Penal Code no. 19/1940. The purpose of this thesis is to summarize a comprehensive coverage of Article 164 of the Icelandic Penal Code which deals with arson, fire and public danger. The Article has remained unchanged since the enactment of the Penal Code and has had little coverage by scholars. When a violation of Article 164 is committed it is considered a dangerous offense and therefore no emphasis is placed on the act itself or its consequences, but it is rather the nature of the fire that leads to the crime being a criminal offense.
  Judgments of the Icelandic Supreme Court from 1940 to 2020 were examined. During that 80 year period 21 judgments were tried in the Supreme Court regarding Article 164, of which 17 were convictions of a violation of Article 164. The methods were examined used by the courts in the assessment of arson and fire offenses, and what is required for public danger within the meaning of Article 164. The result from the author‘s examination show that courts look mainly to whether people have been endangered or whether there has been an obvious risk of extensive destruction of other people‘s assets when assessing public danger. It is the author‘s conclusion that there is a general agreement on the provision of Article 164 and that no change to the provision is deemed urgent.

Samþykkt: 
 • 31.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eldsvoði - Loka.pdf583.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna