is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38615

Titill: 
 • Force majeure og COVID-19 : áhrif æðri mátta á kröfuréttarsambönd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þann 30. janúar 2020 lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin yfir neyðarástandi gagnvart lýðheilsu manna vegna COVID-19. Eftir því sem smitum fjölgar og áhrif faraldursins aukast glímir lögfræðin í auknum mæli við áskoranir, til að mynda í samninga- og kröfurétti. Markmið ritgerðarinnar „Force majeure og COVID-19: Áhrif æðri mátta á kröfuréttarsambönd“ er að fjalla um svokallaða force majeure reglu, hvort hún sé gild í íslenskum samninga- og kröfurétti, og þá einna helst hvort COVID-19 teljist force majeure atvik. Notast verður við hina fræðilegu lagalegu aðferð (e. dogmatic method).
  Í fyrsta kafla er almennur inngangur. Í öðrum kafla verður leitast við að greina helstu megin- og ógildingarreglur á sviði samninga- og kröfuréttar, einkum og sér í lagi þær sem geta haft áhrif á efndaskyldu samningsaðila. Í þriðja kafla verður force majeure reglan sjálf skoðuð, skilyrði hennar, sérstök samningsákvæði reglunnar og réttaráhrif hennar. Í fjórða kafla verður COVID-19 lagt til grundvallar, áhrif faraldursins skoðuð og atvik heimfærð undir skilyrði force majeure ásamt því að skoða fyrirliggjandi dóma og stjórnvaldsákvarðanir sem byggja á efninu. Í fimmta kafla verða dómar Hæstaréttar frá efnahagshruninu 2008 teknir til skoðunar þar sem force majeure var teflt fram sem málsástæðu. Tilgangurinn er að greina nýlega dómaframkvæmd sem snýr að reglunni og túlkun hennar.
  Í sjötta og síðasta kafla verða leiddar fram niðurstöður ritgerðarinnar. Helstu niðurstöður hennar eru þær að force majeure er gild í íslenskum samninga- og kröfurétti, en þar sem skilyrði hennar eru túlkuð þröngt er ekki hægt að fallast afdráttarlaust á að hún taki til COVID-19. Áhrif faraldursins þarf að meta sjálfstætt fyrir hvern einasta samning. Þá gætir réttaróvissu í dómum er snúa að reglunni. Niðurstaða dóma skortir alla jafna rök, umfjöllun um réttaráhrif reglunnar og túlkun skilyrðanna. Sömuleiðis horfa dómstólar oft framhjá reglunni í niðurstöðum sínum þrátt fyrir að hún sé skilgreind og viðurkennd í íslenskum rétti.

 • Útdráttur er á ensku

  On January 30th in 2020, the World Health Organization declared a state of emergency against public health because of COVID-19. As numbers of infections have grown, the legal field increasingly faces challenges of its own, for example in contract law. This essay „Force majeure og COVID-19: Áhrif æðri mátta á kröfuréttarsambönd.“ will discuss the force majeure principle in the Icelandic legal system to see whether COVID-19 is considered a force majeure event on the basis of the dogmatic method.
  The first chapter is a general introduction. The second chapter will seek to analyse the main principles in contract law and the rules of non-compliance in that field, especially those that have effect on the fulfilment of the contract. In the third chapter, the force majeure principle itself will be examined, its conditions, the force majeure clause, and the legal effect of the principle. In the fourth chapter COVID-19 will be examined, the effects of the epidemic and what have been done to control it. Then COVID-19 will be brought under the force majeure principle. Icelandic judgments and government decisions based on COVID-19 and force majeure principle will also be examined. In the fifth chapter the Supreme Court rulings from the economic collapse of 2008 will be examined, where force majeure principle has been used as cause of action. The goal is to analyse how the Court defines the principle and its interpretation.
  The sixth and final chapter will go over the results of the essay. The main conclusions are that the force majeure principle is a valid principle in Icelandic contract law. Since the conditions of the principle are interpreted narrowly, it is not possible to accept, unequivocally, that COVID-19 falls under the force majeure principle. The effects of the epidemic needs to be assessed individually. There is also legal uncertainty surrounding court cases concerning the rule. The outcome of judgments lacks arguments, the affection of the rule and the interpretation of the conditions. Likewise, courts often ignore the rule in their conclusions, even though the rule is defined and recognized in Icelandic law.

Samþykkt: 
 • 31.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-HÞR-Lokaútgáfa.pdf426.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna