Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38620
Í þessari ritgerð er notast við fjarkönnun og landupplýsingar til þess að kortleggja og rannsaka Kóngsfellshraun sem á upptök sín við úr röð gíga við fjallið Stóra-Kóngsfell. Kóngsfellshraun myndaðist í eldgosi sem er innan eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Talið er að það hafi myndast fyrir um 1000 árum í eldgosahrinu á Reykjanesskaga. Kóngsfellshraun er 8,6 km2 að stærð og reiknað rúmmál þess 48 milljón m3. Það er mögulega partur af töluvert stærri hraunbreiðu sem nefnist Húsfellsbruni sem gæti hafa myndast í einni og sömu goshrinunni. Húsfellsbruni er 29 km2 að stærð og rúmmál þess er yfir 0,3 km3. Ásýnd hraunsins er lýst ásamt ítarlegum lýsingum á hraunflóðum hraunsins þess . Breidd hraunflóðanna var mæld ásamt breidd hraunrása sem eru partur af þeim. Einnig voru gerðir halla- og hæðarferlar yfir þau. Annað sem var skoðað voru hraunsepar á bæði vestur- og austurhraunflóðunum þar sem mæld var þykkt og breidd þeirra. Notast var við landupplýsingarforritið QGIS fyrir alla kortlagningu ásamt öðrum mælingum og til þess að reikna rúmmál hraunsins og meðalþykkt. Hraunið er staðsett í grennd við höfuðborgarsvæðið og er því mikilvægt að rannsaka það sem og önnur hraun á svæðinu svo bæta megi til þess að bæta hættumat vegna eldgosa á svæðinu.
In this thesis the Kóngsfellshraun lava field is mapped and studied using remote sensing and geographical information systems (GIS). The Kóngsfellshraun was erupted in a row of craters located on the south-west side of Stóra-Kóngsfell. The eruption that formed Kóngsfellshraun is within the Brennisteinsfjöll volcanic system. It is estimated to have formed around 1000 years ago in an eruptive period on Reykjanesskagi. Kóngsfellshraun covers 8,6 km2 and its volume is calculated at 48 million m3. It is possibly a part of a much larger lava field named Húsfellsbruni and could have formed in the same eruptive episode. Húsfellsbruni is 29 km2 with a volume of 0,3 km3. In this thesis the texture and facies of Kóngsfellshraun are described. The width of two lava flows and lava channels were measured as well as the change in elevation and slope of the lava flows. The width and thickness of lava lobes along the lava flows were measured. The GIS program QGIS was used for all mapping, measurements and calculations of lava volume and thickness. The lava field is located close to the capital area where future eruptions could future eruptions could be hazardous and are therefore require further study.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni_ritgerd4.pdf | 5.62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing um meðferð verkefnisins - TMS5.PNG | 367.17 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |