en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38625

Title: 
 • Title is in Icelandic Réttmæti activPAL-hreyfimælis til að meta skrefafjölda og stöðubreytingar barna með CP með færni í grófhreyfiflokki III
 • Validity of activPAL accelerometer to quantify step count and and postural transitions of children with CP at GMFCS level - III
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Þegar mæla á líkamlega virkni með hreyfimæli er mikilvægt að hann sé réttmætur. ActivPAL-hreyfimælirinn er festur á læri einstaklings og notar hraða og stöðu læris til að meta skrefafjölda ásamt því að mæla hversu miklum tíma einstaklingurinn ver í mismunandi líkamsstöðum. Einnig gefur hann upp ýmsar aðrar breytur eins og hversu oft einstaklingur stendur upp og sest niður. Rannsóknir sýna að hreyfimælirinn er réttmætur hjá börnum á aldrinum 9-10 ára til að meta skrefatíðni og stöðubreytingar og hjá 15-18 ára stúlkum til að skoða líkamlega virkni og kyrrsetuhegðun. Líkamstaða og göngulag barna með cerebral palsy (CP) getur verið frábrugðin því sem gerist hjá ófötluðum jafnöldrum þeirra. Börn með færni í grófhreyfiflokki III (GMFCS level III) ganga sum með mjaðmir, hné og ökkla í beygju. Lærleggur er því aldrei í lóðréttri stöðu. Slík staða getur haft áhrif á mælingu hreyfimælisins.
  Markmið: Að skoða hvort activPAL-hreyfimælir gefi réttar upplýsingar um skrefafjölda og færslur í standandi stöðu hjá börnum með CP með færni í grófhreyfiflokki III.
  Aðferðir: Þátttakendur voru tvær stúlkur og einn drengur með CP með færni í grófhreyfiflokki III, meðalaldur þeirra var 12,33 ár. Börnin voru með activPAL-mæli á læri sér, stóðu upp og settust þrisvar sinnum og tóku síðan sex mínútna göngupróf. Í gönguprófinu taldi rannsakandi skref þeirra. Fjöldi stöðubreytinga samkvæmt mæli var borinn saman við stöðubreytingar barnanna. Fylgni milli skrefafjölda sem rannsakandi og hreyfimælir töldu var reiknuð með Pearson-fylgnistuðli (e. Pearson correlation).
  Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar voru ekki marktækar vegna lítils fjölda þátttakenda. Mælirinn nam einungis tvær af níu (22,2%) stöðubreytingum úr sitjandi í standandi stöðu. Fylgni skrefafjölda samkvæmt mæli og talningu rannsakanda var jákvæð (r=0,716) en fylgnin var þó ekki marktæk (p=0,492), því eru líkur á að hún hafi verið tilviljun.
  Ályktun: Ekki er hægt að draga ályktanir um réttmæti activPAL-mælisins án rannsókna með fleiri þátttakendum.

 • Introduction: When measuring physical activity with an accelerometer its validity is important. Worn on the thigh, the activPAL-accelerometer uses the acceleration and position of the limb to measure the total time spent in lying, sitting, standing and stepping. Also, it measures steps taken and transitions from sitting to standing. Research has shown that the activPAL is a valid measuring tool for counting steps and transitions of 9–10-year-old children, and physical activity and sedentary behavior of girls 15-18 years old. Children with cerebral palsy (CP) may have different postural alignment and gait patterns than typically developing peers. Some children with Gross Motor Function Classification System level III (GMFCS level III) walk with excessive hip and knee flexion, and ankle dorsiflexion. The thigh is therefore never in a vertical position, which can affect the accelerometer’s ability to measure correctly.
  Aim: To examine the validity of the activPAL-accelerometer in measuring numbers of steps and postural transitions from sit to stand in children with CP (GMFCS level III).
  Method: Two girls and one boy with an average age of 12,33 years participated. The children wore the activPAL-accelerometer, stood up and sat down three times, and completed the six minute walk test. During the walk test, the researcher counted their steps. The correlation between the number of steps counted by the researcher and the accelerometer was calculated with a Pearson correlation coefficient.
  Results: The results of the research were inconclusive due to the low number of participants. The accelerometer only measured two out of nine (22,2%) transitions from sit to stand. The correlation between steps counted by the accelerometer and the researcher was positive (r=0,716), but not statistically significant (p=0,492). Therefore, the correlation could be a coincidence.
  Conclusion: Research including more participants is needed to examine the validity of the activPAL-accelerometer for this group.

Accepted: 
 • May 31, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38625


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS - jhs - skemma.pdf4.1 MBLocked Until...2023/05/29Complete TextPDF
Skemman_yfirlysing.pdf214.54 kBLockedDeclaration of AccessPDF