is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38626

Titill: 
 • Íslensk þýðing á Peabody Developmental Motor Scale – önnur útgáfa
 • Titill er á ensku Icelandic Translation of Peabody Developmental Motor Scale – Second Edition
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Peabody Developmental Motor Scale – önnur útgáfa (PDMS-2) er hreyfiþroskapróf sem hefur verið notað af íslenskum sjúkraþjálfurum, til að greina frávik í hreyfiþroska barna og meta árangur íhlutunar. PDMS-2 metur bæði fín- og grófhreyfiþroska barna á aldrinum 0 til 72 mánaða. Sýnt hefur verið fram á góða próffræðilega eiginleika bandarísku útgáfu prófsins. Prófið var þýtt yfir á íslensku árið 2007 en áreiðanleikamælingar hafa ekki verið gerðar á íslensku þýðingu prófsins.
  Markmið: Meta áreiðanleika matsmanns fyrir íslenska þýðingu á PDMS-2, fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára.
  Aðferð: Þátttakendur voru 11 börn á aldrinum fjögurra til sex ára. PDMS-2 hreyfiþroskaprófið var lagt tvisvar fyrir hvert barn með viku millibili. Tveir matsmenn sáu um fyrirlögn prófsins og stigagjöf í bæði skiptin. Hvert barn var prófað af sama matsmanni sem gaf stig fyrir frammistöðuna. Annar matsmaður fylgdist með fyrirlögn og gaf einnig stig. Ekki var samráð um stigagjöf á milli þeirra. Við áreiðanleikaprófun var notuð innri fylgni (e. intraclass correlation) eða ICC (3,1) til að meta áreiðanleika matsmanns. Átta ICC (3,1) greiningar voru gerðar fyrir heildarhreyfiþroska, grófhreyfiþroska og þrjá undirþætti hans (jafnvægi í kyrrstöðu og styrkur, hreyfingu úr stað og boltafærni) sem og fínhreyfiþroska og tvo undirþætti hans (grip og samhæfing sjónar og handa).
  Niðurstöður: Áreiðanleiki matsmanns fyrir íslensku þýðinguna á PDMS-2 var breytilegur frá því að vera lélegur til þess að vera framúrskarandi (ICC 0,493-0,915). Áreiðanleiki mældist framúrskarandi í gripi og var góður fyrir heildarhreyfiþroska, grófhreyfiþroska og hreyfingu úr stað. Miðlungs áreiðanleiki matsmanns mældist fyrir fínhreyfiþroska, jafnvægi í kyrrstöðu auk styrks og samhæfingu sjónar og handa. Áreiðanleiki matsmanns mældist lélegur fyrir boltafærni.
  Ályktun: PDMS-2 hreyfiþroskaprófið í íslenskri þýðingu hefur ásættanlegan áreiðanleika fyrir alla þætti prófsins að undanþeginni boltafærni. Því má álykta prófið veiti áreiðanlegt mat á hreyfiþroska þegar sami matsmaður leggur prófið fyrir íslensk börn á aldrinum fjögurra til sex ára.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: The Peabody Developmental Motor Scale – Second Edition (PDMS-2) is a motor developmental test. The Icelandic translation has been used by Icelandic physical therapists, to assess disorders in childrens motor development. The results are used to determine interventions and to evaluate the effect of those interventions. PDMS-2 includes both fine and gross motor scales for children aged 0-72 months. Good reliability and validity have been demonstrated for the original version in North America. PDMS-2 was translated to Icelandic in 2007 but no reliability studies have been performed yet.
  Aims: To assess the intra-rater reliability of the Icelandic translation of the PDMS-2 in children 4-6 years of age.
  Method: Participants were 11 healthy children, 4-6 years of age. PDMS-2 was administered to each participant twice by the same rater. Two raters administered and scored the participants. They rotated the role of administrator, but both scored each child. There was no consultation between raters. Intra-rater reliability was determined by intraclass correlation or ICC (3,1). Eight analyses were performed for total motor development, gross motor development with three subtests (stationary, locomotion and object manipulation), and fine motor development with subtests (grasping and visual-motor integration).
  Results: Intra-rater reliability for the Icelandic translation of PDMS-2 varied from poor reliability to excellent reliability (ICC 0,493 to 0,915). The grasping subtest demonstrated excellent reliability and the total motor development, gross motor development, and locomotion subtest demonstrated good reliability. Fine motor development, the stationary and visual motor integration subtests demonstrated moderate reliability and the object manipulation subtest demonstrated poor reliability.
  Conclusion: The PDMS-2 motor developmental test has acceptable reliability for all parts of the test exept for object manipulation. Therefore, it can be concluded that the test is a reliable assessment for motor development when administered by the same rater for Icelandic children 4-6 years of age.

Samþykkt: 
 • 31.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
masters-skemman.pdf425.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman.pdf105.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF