is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38632

Titill: 
  • Psoriasis - Meðferð og lífsgæði árin 2001 og 2021
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Psoriasis - Meðferð og lífsgæði árin 2001 og 2021
    Kristján Veigar Kristjánsson1, Bárður Sigurgeirsson2, Ingileif Jónsdóttir3 Læknadeild Háskóla Íslands1, Húðlæknastöðin2, Íslensk Erfðagreining3
    Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að gera grein fyrir meðferðum og lífsgæðum psoriasissjúklinga. Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við niðurstöður sambærilegrar rannsóknar sem gerð var á Íslandi árið 2001.
    Efniviður og aðferðir Spurningalistar voru sendir út á íslenska psoriasissjúklinga. Greiningar voru byggðar á skrám húðlækna. Nú hafa 2020 psoriasis sjúklingar svarað, af þeim voru 1179 konur og 791 karlar. Stöðluðum alþjóðlegum kvörðum var beitt til að meta alvarleika (Psoriasis Severity Index, PSI) , lífsgæði (Psoriasis Disability index, PDI) og streitu tengda psoriasis (Psoriasis Life Stress Inventory, PLSI). Einnig var spurt um útbreiðslu útbrota sem hlutfall af heildarflatarmáli.
    Niðurstöður: Útbrot í hársverði eru algengust, eða 49,5% (sýna einnig verstu lífsgæði), næst eftir því koma olnbogar (40,7%), handleggir (24,4%) og hendur (22.9%). Meðalaldur við greiningu er 29,7 ár. Sjúklingar sem greinast 30 ára og yngri eru í 68.4% tilvika með fjölskyldusögu, samanborið við eldri en 30 ára með fjölskyldusögu í 55,5% tilvika. Árið 2021 er útbreiðsla að meðaltali 13,4% miðað við 19% árið 2001. PSI (alvarleiki) minnkar úr 35,1% niður í 32,7%. PDI (lífsgæði) fór úr 12,6% í 9,38% og ómarktækur munur var á PLSI-B (streita) 12,8% % úr 12,9%. Sjúklingar búsettir á landsbyggðinni sýna verri lífsgæði, alvarleika og meiri streitu tengda psoriasis. Samanburður á notkun inntökulyfja, ljósameðferða og útvortis lyfja milli 2001 og 2021 sýnir minnkum á öllum meðferðum að metotrexate undanskildu, sem hefur hækkað (úr 13,7% í 17,4%). Notkun líftæknilyfja hefur aukist á síðastliðnum árum og hafa 302 psoriasissjúklingar eða um 15% þeirra sem svöruðu listanum sögu um notkun líftæknilyfja.
    Ályktanir: Meðferð psoriasissjúklinga hefur breyst mjög mikið á undanförnum 20 árum. Munar þar mest um tilkomu mjög öflugra líftæknilyfja. Að sama skapi hefur dregið úr hefðbundnum meðferðum s.s. ljósameðferðum. Líklegt er að í dag séu minni einkenni psoriasissjúklinga í það minnsta að hluta til vegna nýrra lyfja. Verri einkenni fólks sem býr á landsbyggðinni skýrast mögulega af lélegra aðgengi að sérfræðilæknisþjónustu og meðferð s.s. ljósameðferðar sem er bundin við stærstu þéttbýliskjarnana.

Styrktaraðili: 
  • íslensk erfðagreining kostaði framkvæmd rannsóknarinnar.
Samþykkt: 
  • 31.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS RITGERÐ Kristján Veigar Kristjánsson.pdf1,62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan.pdf1,07 MBLokaðurYfirlýsingPDF