Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38637
Fáar rannsóknir eru til um áhrif samfélagsmiðla og netnotkunar á einangrun og einmanaleika eldra fólks með heyrnarskerðingu. Rannsóknin skoðaði tengsl þessarra þátta og tilgáturnar voru að eldra fólk sem heyri illa sé í meiri hættu á að einangrast og vera einmana, að eldra fólk sem heyri illa og sé virkt á samfélagsmiðlum sé í minni hættu á að einangrast og að verða einmana en þeir sem séu ekki virkir á samfélagsmiðlum, ásamt því að eldra fólk sem heyri illa en með mikla netnotkun séu í minni hættu á einangrun og að upplifa einmanaleika en þeir með litla netnotkun. Þátttakendurnir voru þversniðsúrtak úr langtímarannsókn Health and Retirement Study (HRS) frá árinu 2016. Alls voru 9540 þátttakendur, 65-90 ára með 75 ára meðalaldur. Þátttakendurnir svöruðu ítarlegum spurningarlistum HRS sem voru nýttir til að flokka þátttakendur eftir því hvort þeir væru einmana, einangraðir, heyrnarskertir, og með mikla eða litla samfélagsmiðla- og netnotkun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að heyrnarskertir virtust vera í meiri hættu á að verða einmana en ekki einangraðir. Einstaklingar með mikla samfélagsmiðlanotkun og heyrnarskerðingu voru í meiri hættu á að einangrast en þeir sem heyrðu vel. Hættan á einmanaleika var svipuð hjá heyrnarskertum hvort sem þeir höfðu mikla eða litla samfélagsmiðlanotkun. Heyrnarskertir með mikla netnotkun voru í meiri hættu á einmanaleika en þeir sem heyrðu vel. Niðurstöðurnar bentu til þess að samfélagsmiðla- og netnotkun höfðu ekki úrslitaáhrif á einmanaleika og einangrun hjá eldra fólki með heyrnarskerðingu. Fyrri rannsóknir bentu til að samfélagsmiðlar og netnotkun gætu dregið úr þessum vanda hjá eldra fólki, því er mikilvægt að rannsaka þessi málefni frekar, út frá ýmsum sjónarhornum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Tengsl heyrnarskerðingar við einangrun og einmanaleika meðal eldra fólks hlutverk net- og samfélagsmiðlanotkunar.pdf | 420,17 kB | Lokaður til...28.05.2121 | Heildartexti | ||
| undirskrift.pdf | 273,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |