Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38638
Árið 2010 var merkilegt ár fyrir Íslendinga þar sem Eyjafjallajökull setti Ísland á heimskortið. Gróusögur af einstaklingum frá Íslandi sem búa í torfbæjum og ferðast milli staða á sleðahundum lutu í lægra haldi fyrir ævintýralegu landi elds, íss og norðurljósa. Ísland varð framandi og spennandi ferðamannastaður. Eftir gosið jókst ferðamannastraumurinn til landsins til muna og hefur ferðaþjónustan síðan þá verið stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Icelandair er rótgróið flugfélag í íslensku samfélagi og hefur það átt stóran hlut í þróun atvinnugreinarinnar. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum súrt og sætt en ávallt lent á báðum fótum. Náttúruhamfarir, hryðjuverk og heimsfaraldur hafa haft mikil áhrif á ferðamennsku um allan heim og er Ísland engin undantekning frá því. Flugfélagið spilar stóran þátt í ferðaþjónustu Íslands, verandi eitt af fáum flugfélögum sem starfrækir höfuðstöðvar hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga mikilvægi flugfélagsins Icelandair fyrir íslenskt samfélag og þá með sérstöku tilliti til ferðaþjónustunnar. Innviðir, uppbygging og almennt starf fyrirtækisins var skoðað en einnig var gerð eigindleg rannsókn þar sem fimm viðtöl voru tekin við ólíka aðila sem hafa mikla innsýn í ferðaþjónustuna og allar hliðar hennar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að mikilvægi Icelandair er margþætt og þá sérstaklega fyrir ferðaþjónustuna, atvinnulífið og þróun atvinnugreinarinnar. Viðhorf viðmælandanna var almennt jákvætt í garð Icelandair en einnig vöknuðu spurningar sem athyglisvert væri að kanna í annarri rannsókn.
Lykilorð: Samfélagsleg áhrif, samkeppni, leiðakerfi, markaðssetning áfangastaða, hlutverk fyrirtækja og stofnanna og betur borgandi ferðamenn.
2010 was a remarkable year for Iceland due to the eruption of Eyjafjallajökull which put Iceland on the world map. Before nations around the world didn‘t know what „Iceland“ was and the few that knew about our existance thought we lived in sod houses and traveled around dog sledding. After the eruption toursits started traveling to Iceland and since then tourism has been our largest line of business. Icelandair is a deep-rooted airline in Icelandic community and has been a major factor in developement in Icelandic tourism. The company has been through ups and downs but have always come out on top. Natural disasters, terrorism around the world and global pandemics have had major effect on tourism all around the world and Iceland is no exeption. The airline plays a big role in tourism in Iceland being one of few airlines with headquarters in Iceland. The aim of this research was to find out how important Icelandair is for Icelandic community and especially for tourism. Infrastructure, structure and general business of the company were looked at and later a qualitative research was conducted by interviews with five people with great insights into tourism in Iceland. The conclusion were that Icelandair is a very important in multiple ways and especially for tourism. Employment and the development of the business. The general attitude toward the airline was positive but the interviews woke up some interesting thoughts which could be noteworthy to look at in the near future, in another research.
Key words: Effect on society, competition, route system, destination marketing, company and institutions role and high end tourist.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS Ritgerð_DOJ og JMF.pdf | 2,16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
LOKAVERKEFNI.pdf | 488,18 kB | Lokaður | Yfirlýsing |