is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38645

Titill: 
  • Titill er á ensku Dynamics of Oct4 and Sox2 on the Nucleosome
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frumkvöðlaþættir eru meistarar erfðamengisins, þeir móta frumusérkenni og örlög í gegnum hæfni sína til að koma af stað nýjum tjáningarmynstrum. Tveir frumkvöðlaþættir, Oct4 og Sox2, skera sig úr þessum mikilvæga hóp. Þessir frumkvöðlar hafa þann hæfileika að geta breytt venjulegum líkamsfrumum í fjölhæfar stofnfrumur. Þeir eru taldir gera það með því að þagga eðlilega genatjáningu, opna þéttlitni og virkja stofnfrumu gen. Hvernig þeir fara að því að opna þéttlitni er enn óleyst ráðgáta. Frumkvöðlaþættir bindast erfðaefni í gegnum vel skilgreind DNA-bindihneppi sem hafa stöðuga þrívíddarbyggingu en eru taldir virkja umritun og bindast arkítektum erfðamengisins í gegnum langa, óreiðukennda hala. Rannsóknir á óreiðukenndum próteinum hafa lengi reynst erfitt viðfangsefni en nýlegar framfarir á sviði ein-sameinda litrófsgreininga gera okkur kleift að fylgjast með fjölbreytilegum byggingum þeirra í lausn. Við nýttum okkur ein-sameinda FRET til að mæla bindingu Sox2 og Oct4 við flúrmerktar litnisagnir.

Samþykkt: 
  • 31.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MMV_Oct4_2020-2021_Bsc_Lokautgf.pdf8,24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf432,04 kBLokaðurYfirlýsingPDF