is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38646

Titill: 
 • Áfangastaðurinn norðanverðir Vestfirðir "Markhópurinn sem við höfum sótt á er fólk sem höndlar bæði persónulega og fjárhagslega ákveðinn sveigjanleika".
 • Titill er á ensku Northern Westfjords as a tourist destination "Our target group consists of people who have certain personal and financial flexibility".
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Vetrarferðamennska á jaðarsvæðum getur reynst krefjandi fyrir samfélög en það eru margir þættir sem hafa áhrif á mótun hennar. Góðar samgöngur er lykilþáttur í framþróun jaðarsvæða og hefur mikil áhrif á viðhorf heimamanna og ferðamanna til áfangastaðarins. Í þessari ritgerð munum við skoða hvernig samgöngur hafa áhrif á uppbyggingu vetrarferðamennsku á norðanverðum Vestfjörðum. Rannsakað er hvernig samgöngur hafa áhrif á hreyfanleika íbúa og ferðamanna, ásamt því að skoða hvernig árstíðabundin ferðaþjónusta mótast í landshlutanum. Tekin voru viðtöl við aðila í ferðaþjónustu og í opinberum störfum á svæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að samgöngur hefðu margvísleg áhrif á uppbyggingu vetrarferðamennsku á svæðinu. Fjölmargt hefur verið ábótavant varðandi samgöngur síðastliðin ár og áratugi en margt hefur verið betrumbætt upp á síðkastið. Með komu Dýrafjarðarganga hafa samgöngur t.d. skánað mikið og gert einstaklingum kleift að velja að aka hringinn í kring um Vestfirði í stað þess að fara sömu leið til baka. Stjórnvöld eru nú með framtíðaráætlanir sem snúa að uppbyggingu ferðaþjónustunnar ásamt því að markaðssetja svæðið enn fremur fyrir komandi sumar þar sem það stefnir í að Íslendingar muni ferðist innanlands.
  Lykilorð; jaðarsvæði, hreyfanleiki, árstíðabundin ferðaþjónusta og vetrarferðamennska.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Winter tourism in peripheral areas can be challenging for communities however many factors play a role in shaping it. Good transportation is a key factor in developing peripheral areas and has various effects on the state of mind of locals and the tourist towards the destination. In this
  essay we will look at how transport affects winter tourism in northern Westfjords. This research focuses on how community transport affects the mobility of locals and tourists, we also look at how seasonality tourism shapes in the region. Interviews were taken with eight locals and municipality agents in the area. The results indicated that transportation has several effects on the development of winter tourism in the area. Many things have been deficient regarding transportation in the last years and decades however many things have been improved
  recently. With the Dýrafjarðar tunnel the transportations has improved and now it’s possible to drive the ring road when travelling to the Westfjords. Members of the municipality are now planning the development of tourism as well as marketing the area even more for the upcoming summer as it’s looking like that Icelanders are going to travel within the country.
  Keywords: peripheral areas, mobility, seasonality and winter tourism.
  Lykilorð; jaðarsvæði, hreyfanleiki, árstíðabundin ferðaþjónusta og vetrarferðamennska.

Samþykkt: 
 • 31.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áfangastaðurinn norð.pdf2.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf304.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF