is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38647

Titill: 
  • Umgengni barna við foreldra : réttur eða skylda barna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að svara grundvallarspurningum er varða rétt barns til að láta í ljós afstöðu sína í umgengnismálum og hvort að tekið sé tillit til þeirrar afstöðu. Með fullgildingu barnasáttmálans og breytingum á löggjöf á sviði barnaréttar á Íslandi hefur réttarstaða barna aukist og viðhorf til barna hafa tekið miklum og jákvæðum breytingum.
    Þróun löggjafar á sviði barnaréttar hefur verið mjög ör á síðastliðnum áratugum. Meðal annars hefur börnum verið veittur aukinn réttur til að tjá sig í málum sem varða hagsmuni þeirra og mun meira tillit er tekið til skoðana barna frá því sem áður var. Einnig hefur það sjónarmið fengið aukið vægi að börn séu einstaklingar með sjálfstæð réttindi, óháð réttindum foreldra þeirra. Með ritgerðinni er leitast við að svara því hvort að umgengni barna við foreldra sé réttur eða skylda barna. Til að svara þeirri spurningu verður farið yfir þróun barnalöggjafar á Íslandi og þær breytingar á löggjöf sem fylgdu undirritun barnasáttmálans. Fjallað er um þau þvingunarúrræði sem gera foreldrum kleift að knýja fram umgengni við barn og skilyrði fyrir beitingu slíkra úrræða. Einnig er gerður samanburður við norræna barnalöggjöf og hvernig hún hefur verið fyrirmynd íslenskar barnalöggjafar. Farið verður ítarlega í meginreglur barnasáttmálans og þá sérstaklega þær sem snúa að rétti barns til að láta í ljós afstöðu sína og að hversu miklu marki íslenskir dómstólar hafa virt þær reglur í dómaframkvæmd sinni. Að lokum verður dómaframkvæmd hérlendis borin saman við dóma mannréttindindadómstóls Evrópu í umgengnismálum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the thesis is to address the fundamental issue of children´s right to express their opinions in cases concerning parental access. With the accession to the UN CRC and subsequent changes to domestic legislation the legal position of children has been strengthened and the attitudes towards children have changed to the better.
    In recent decades, there has been a swift development in children´s rights. Children´s rights to express their views in cases which concern them has been strengthened and their views have been given more weight. The concept of children as individuals with independent rights, unconnected to the rights of their parents, has gained further acceptance. The thesis aims at examining whether having access to their parents is a right or a duty for children. To that purpose, the development in child rights legislation will be covered as well as the changes brought about by the signing of the UN CRC. A comparison is made with Nordic legislation concerning children and how the domestic legislation is inspired by it. The enforcement measures available to parents if they are denied access to their children is covered as well as the applicable conditions. The thesis further deals with the main principles of the UN CRC in particular the right of children to express their views and whether that principle is respected by domestic courts. Finally, a comparison is made between the rulings of domestic courts and the European Court of Human rights, in cases concerning the access to children.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð loka.pdf408,79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna