Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38649
Umfjöllunarefni ritgerðar þessarar er lögskýringar í skattarétti og er lögð áhersla á hvort samræmi er á milli skattyfirvalda og dómstóla við túlkun skattalaga. Rauði þráðurinn í ritgerðinni eru þær skráðu og óskráðu undirstöðureglur íslenskrar stjórnskipunar og áhrif þeirra á túlkun skattalaga. Í 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er tekið fram að engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum og þá er stjórnvöldum samkvæmt 77. gr. stjórnarskrárinnar óheimilt að taka ákvörðun hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Ljóst er af þessum tilvitnuðum ákvæðum að það sé eingöngu á valdi löggjafans að ákveða hvernig skattamálum skuli hagað og eru skattyfirvöld og dómstólar að öllu jöfnu bundin af lagatextanum við túlkun skattalaga. Þá gerir einnig lögmætisreglan kröfu um að skattalög skuli vera skýr og fyrirsjáanleg. Leiðir það til þess að leiki réttmætur vafi við túlkun skattalaga, getur út frá skilyrðum lögmætisreglunnar verið óheimilt að túlka slíkan vafa skattborgara í óhag.
Meginmarkmið ritgerðarinnar er að greina hvort samræmi er á milli skattyfirvalda og dómstóla við túlkun skattalaga. Í þeirri greiningu felst tvennt. Annars vegar að gera grein fyrir lögskýringum í skattarétti með ítarlegum hætti. Sú greining er byggð á skrifum fræðimanna um efnið, úrskurðum skattyfirvalda og dómaframkvæmd allra þriggja dómstiga hérlendis. Þá er einnig litið til túlkun skattalaga í norrænum rétti. Hins vegar að varpa ljósi á það hvort skattyfirvöld og dómstólar í framkvæmd sinni beiti sömu lögskýringaraðferðum við túlkun skattalaga, þá einkum þeirra laga er varða skattskylduna sjálfa, undanþágu frá henni og frádrátt frá skattstofni. Verður í því skyni skoðað deilumál milli skattborgara og skattyfirvalda á hinum ýmsum sviðum skattaréttarins, þar sem lögskýringin verður borin saman, í einu og sama málinu, og á milli mismunandi stiga stjórnsýslunnar og dómstóla. Er þetta gert í því skyni til að athuga hvort dómstólar séu, eftir atvikum, almennt að leiðrétta mat skattyfirvalda á túlkun einstakra skattalaga eða hvort þar er að finna sömu túlkunaraðferðir á milli þeirra. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er að ósamræmi er annars vegar að finna við túlkun skattalaga á milli skattyfirvalda og dómstóla og hins vegar innbyrðis þeirra.
The topic of this thesis is statutory interpretation of tax law in Iceland with an emphasis on whether there is coherence between the tax authorities and the courts on the interpretation of tax law. The foundation of this thesis is the documented and undocumented rules that govern the Icelandic society and their impact on the interpretation of tax law. Art. 40 of the Constitution of the Republic of Iceland no. 33/1944 states that no tax may be imposed, altered or abolished except by law and Art. 77. of the Constitution states that the power to decide whether to levy a tax, change a tax or abolish a tax may not be vested in administrative authorities. It is clear from the aforementioned provisions that it is solely up to the legislature to decide how tax matters are governed and the tax authorities and the courts are generally bound by the legal text when interpreting tax law. The principle of legality also requires tax law to be clear and predictable. Therefore, should there be legitimate doubts about the interpretation of tax law, it may not be permissible to interpret such doubts in a manner which is to the detriment of taxpayers based on the requirements of the rule.
The main aim of the thesis is to analyze whether there is consistency between the tax authorities and the courts in the interpretation of tax law. That analysis consist of two things. On the one hand, it is to explain the statutory interpretation of tax law in detail. This analysis is based on the writings of scholars on the subject, rulings of the tax authorities and case law of all three levels of Icelandic courts. The interpretation of tax law in Nordic countries is also examined. On the other hand, it is to shed light on whether the tax authorities and the courts apply the same methods in the statutory interpretation of tax law in their practice, in particular the tax provisions that govern the tax liability itself, exemptions from it and the deduction from the tax base. To that end, disputes between taxpayers and the tax administrative authorities will be examined in the various areas of tax law. The interpretation of the law will be compared in the same case on different levels of the tax administration and the courts. This examination aims to check whether the courts are, where applicable, generally correcting the tax authorities assessment of the statutory interpretation of the tax legislation or whether they use the same interpretive methods. The main conclusions of the thesis are that there are inconsistencies in the interpretative methods between the tax administrative authorities and the courts and even among themselves.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð BRS.pdf | 672.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |