is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38650

Titill: 
 • Tengsl lands- og þjóðaréttar : beiting þjóðréttarreglna í hæstaréttardómum sem snerta botnvörpuveiðabrot erlendra aðila á tímabilinu 1920-1975
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tengsl lands- og þjóðaréttar: Beiting þjóðréttarreglna í hæstaréttardómum sem snerta botnvörpuveiðabrot erlendra aðila á tímabilinu 1920-1975
  Samspil lands- og þjóðaréttar er margþætt álitaefni og tekur meðal annars til áhrifa þjóðaréttar á landsrétt ríkja og áhrifa landsréttar á þjóðarétt. Aldrei hefur verið kveðið á um stöðu þjóðréttarreglna að landsrétti í stjórnarskrá né í almennum lögum. Snemma var gengið út frá því í íslenskum fræðiskrifum að kenningin um tvíeðli gilti í íslenskum rétti. Sú umfjöllun er alfarið án tilvísunar til dóma Hæstaréttar fram til ársins 1975. Þjóðréttarreglur hafa þó komið til kasta Hæstaréttar Íslands frá árdögum fullveldis.
  Í þessari ritgerð er kannað hvernig þjóðréttarreglum er beitt í hæstaréttardómum þar sem reynir á brot erlendra aðila á banni gegn botnvörpuveiðum á árunum 1920 til 1975. Metið er hvernig dómarnir falli að tvíeðliskenningunni. Jafnframt er tekið til skoðunar að hvaða leyti dómaframkvæmdin geti talist liður í myndun þjóðréttarvenju.
  Í öðrum kafla er fjallað um stöðu Íslands sem þjóðréttaraðila, helstu kenningar um tengsl lands- og þjóðaréttar og stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti. Í þriðja kafla er gerð greining á beitingu þjóðréttareglna í þeim hæstaréttardómum sem undir dómarannsóknina falla. Helstu álitaefni sem birtast í dómunum eru samspil ósamrýmanlegra réttarheimilda lands- og þjóðaréttar um ákvörðun ytri marka landhelginnar og beiting þjóðréttarreglna um óslitna eftirför.
  Af rannsóknarvinnu höfundar er dregin sú ályktun að þeir hæstaréttardómar sem undir dómarannsóknina falla einkennist einungis af kenningunni um eineðli. Einnig telur höfundur að dómaframkvæmd Hæstaréttar feli í sér framlag til myndun þjóðréttarvenju um landauka og óslitna eftirför. Loks er komist að þeirri niðurstöðu að skil hafi verið á milli dómaframkvæmdar og fræðiskrifa á tímabilinu 1920-1975. Á sama tíma og því var lýst í fræðiskrifum að íslenskur réttur einkenndist af tvíeðliskenningunni birtast eineðlissjónarmið í 17 af þeim 21 hæstaréttardóm sem dómarannsókn þessi tekur til en tvíeðlissjónarmið birtast hvergi.

 • Útdráttur er á ensku

  Law by the Supreme Court of Iceland in Cases Concerning Legislation Forbidding Bottom Trawling in the Period 1920-1975
  The intersection of international and domestic law is a multifaceted issue and includes the impact of international law on domestic law and vice versa. The status of international law in Icelandic law has never been affirmed through legislation. In Icelandic legal scholarship, the doctrine of dualism has since early on been consistently assumed to be a premise to Icelandic law. The earliest Supreme Court case law to support this view appeared in 1975.
  This thesis aims to examine the application of international law by the Supreme Court of Iceland in cases concerning legislation forbidding bottom trawling in the period 1920-1975 from the viewpoint of monism and dualism. It also addresses how the case law contributes to the formation of customary international law.
  The second chapter discusses Iceland as an actor in international law, the doctrines of dualism and monism and the status of international law in Icelandic law. The third chapter contains an analysis of the case law as defined before. Two main issues are detected; the status of sources of international and domestic law regarding territorial waters and the application of international law regarding hot pursuit. The author concludes that the case law is characterized by monism rather than dualism and serves as a contribution to the formation of customary international law on ambulatory baselines and hot pursuit. In addition, a divide is detected between Icelandic legal scholarship in the period 1920-1975, where the doctrine of dualism is upheld, and the case law of the Supreme Court, where only monistic views can be detected.

Styrktaraðili: 
 • Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð Bryndís Torfadóttir Tengsl lands- og þjóðaréttar.pdf648.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna