is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38652

Titill: 
 • Sjálfsmatskerfi 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er á sviði samkeppnisréttar og fjallar um breytingu sem gerð var á 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 með lögum nr. 103/2020. Allt til lok árs 2020 var það í höndum Samkeppniseftirlitsins að veita fyrirtækjum undanþágu til samstarfs sem fer gegn banni 10. og/eða 12. gr. samkeppnislaga. Með lögum nr. 103/2020 var matið á því hvort samstarf uppfylli skilyrði undanþágu á grundvelli 1. mgr. 15. gr. samkeppnislaga fært í hendur fyrirtækjum og/eða samtökum fyrirtækja sem hyggja á slíkt samstarf. Því hefur verið lýst svo að mat á skilyrðum fyrir undanþágu samkvæmt 1. mgr. 15. gr. samkeppnislaga skuli byggjast á sjálfsmati fyrirtækja og kallast það sjálfsmatskerfið. Samhliða þessum breytingum voru einstaklingsbundnar undanþágur Samkeppniseftirlitsins aflagðar. Með framangreindri breytingu var framkvæmdin á Íslandi samræmd framkvæmd Evrópusambandsins (ESB). Í ritgerðinni er tekið til skoðunar hvernig fyrirtæki eða samtök fyrirtækja á Íslandi sem hyggja á samstarf skulu beita sjálfsmatskerfinu.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða álitaefnin sem upp geta komið við sjálfsmat fyrirtækja á skilyrðum 1. mgr. 15. gr. samkeppnislaga. Við matið er litið til erlendrar framkvæmdar og umfjöllunar erlendra fræðimanna um beitingu 3. mgr. 101. gr. Stofnsáttmála Evrópusambandsins en 15. gr. samkeppnislaga sækir fyrirmynd sína til ákvæðisins. Markaðsaðstæður á Íslandi eru teknar til skoðunar og lagt mat á það hvort smæð íslenskra markaða leiði til enn strangara mats á skilyrðum ákvæðisins þegar fyrirtæki og/eða samtök fyrirtækja hyggja á samstarf.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að beiting sjálfsmatskerfisins getur verið flókin í framkvæmd en rétt túlkun á skilyrðum 1. mgr. 15. gr. samkeppnislaga er hins vegar mjög mikilvæg fyrir fyrirtæki og neytendur. Ritgerðin leiddi einnig í ljós að túlkun á skilyrðum ákvæðisins er ekki alltaf skýr. Samkvæmt erlendri framkvæmd hefur sjálfsmatskerfið gengið vel en fyrirtæki og fræðimenn hafa þó kallað eftir skýrari leiðbeiningum og fordæmum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í ljósi þess að engin reynsla er komin á framkvæmd sjálfsmatskerfisins hér á landi er sem stendur ekki unnt að draga ályktanir um framkvæmdina á Íslandi eftir að lögunum var breytt. Í lokakafla ritgerðarinnar hafa verið tekin saman atriði sem þurfa að koma til skoðunar við sjálfsmatið. Ákveðin aðferðafræði er sett fram sem gefur fyrirtækjum góða yfirsýn yfir þau skref sem fyrirtækin þurfa að fara í gegnum við sjálfsmatið.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to evaluate the amendment of article 15. of the Icelandic competition law nr. 44/2005, which was made with Act nr. 103/2020. Previously, the Icelandic Competition Authority used to bear the task of granting exemptions for companies whose co-operation would mean the infringement of article 10. and/or 12. of the competition law no. 44/2005. With the introduction of Act. nr. 103/2020 the responsibility of evaluating the possibility of an infringement has been shifted to the companies seeking to co-operate. This thesis evaluates how companies or organizations in Iceland should apply the self-assessment evaluation.
  The goal of this thesis is to look at issues that might surface when a company goes through the process of self-assessing their co-operation and the conditions listed in paragraph 1. of Article 15. of the Icelandic competition law. With this evaluation we look towards foreign procedures and discussions regarding the use of paragraph 3. Article 101 TFEU. Furthermore, the thesis investigates Iceland’s special predicament of a small market size compared to other countries and whether that should result in an even stricter evaluation of the article’s conditions.
  In conclusion, the use of a self-assessment system can be quite complicated and the interpretation of the conditions listed in paragraph 1. of Article 15. of the Icelandic competition law is not always clear. Correct interpretation of the conditions is important for both the companies and consumers of the relevant market. The system of self-assessment has been successful according to foreign practice, yet companies and individuals in the field have asked for clearer guidelines and precedents from the European Commission. With no experience to show for a definitive conclusion cannot be drawn on the self-assessment evaluation in Iceland, therefore Iceland must wait for a proper evaluation of the changes to the law of competition. The final chapter involves a list of conditions that must be evaluated during the self-assessment. Additionally, the chapter covers a specific methodology which will allow for a better over-view as well as understanding of the conditions needed from the co-operating companies.

Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð loka skjal.pdf2.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
emiliabeidni.pdf424.13 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna