is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38654

Titill: 
  • Átök um bláu akrana : um lögvarða hagsmuni aðila af ógildingu starfs- og rekstrarleyfa til fiskeldis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samhliða auknum vexti í fiskeldisstarfsemi hérlendis hafa deilur vegna starfrækslu fiskeldisstöðva færst í aukana. Hinir ólíku hagsmunaaðilar deila einkum um gildi starfs- og/eða rekstrarleyfa til fiskeldis. Megintilgangur ritgerðarinnar er að freista þess að leiða í ljós þau sjónarmið sem geta leitt til þess að ákvörðun Matvælastofnunar og/eða Umhverfisstofnunar um veitingu starfs- og/eða rekstrarleyfis til fiskeldis verði ógildanleg. Jafnframt er leitast við að svara því hvenær aðili getur átt aðild máli fyrir úrskurðarnefnd eða dómstólum, þar sem krafist er ógildingar á viðkomandi leyfisveitingum en ráða má af úrskurða- og dómaframkvæmd á þessu sviði að nokkur óvissa ríki um það hvenær aðili teljist eiga lögvarinna hagsmuna gæta af úrlausn slíks máls. Farið er yfir helstu hugtök og lagaákvæði sem gilda um veitingu starfs- og rekstrarleyfis til fiskeldis. Þar næst er fjallað um starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldis og þau lagaákvæði sem gilda þar um. Þá er fjallað um þau skilyrði sem aðilar, sem eru ekki umsækjendur um leyfi til fiskeldis, þurfa að uppfylla til þess að öðlast aðilastöðu í máli bæði á stjórnsýslustigi og fyrir dómstólum og við hvaða aðstæður viðkomandi teljast njóta stöðu aðila máls. Meginþungi ritgerðarinnar er umfjöllun um þau sjónarmið sem geta leitt til þess að ákvörðun um veitingu leyfis til fiskeldis verði ógildanleg. Þeirri umfjöllun er skipt upp í þrjá meginflokka, þ.e. a) formannmarkar b) efnisannmarkar, og c) önnur ógildingarsjónarmið. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að líklegast er að ákvörðun verði ógildanleg á grundvelli annmarka á málsmeðferð hjá leyfisveitendum og þá einkum á grundvelli annmarka við meðferð mats á umhverfisáhrifum. Þá kann ákvörðun um veitingu leyfis til fiskeldis einnig að vera ógildanleg á þeim grundvelli að fiskeldisstöð valdi nágrönnum óþægindum með sjónmengun eða skertu útsýni að því tilskildu að óþægindin séu töluverð.

  • Útdráttur er á ensku

    Along with increased growth in fish farming in Iceland in previous years, disputes over its operation have increased. Interest groups disagree in particular on the validity of operating licenses for fish farming. The objective of this thesis is to clarify the grounds on which the Environmental and Natural Resource Affairs Complaints Board or Courts could rule that previously granted fish farming licenses are void. Furthermore, the thesis discusses when a person or a legal entity is considered to be a party to administrative or judicial proceedings, where parties seek annulment of fish farming licenses. It can be deduced from decisions and judgments on this particular set of issues that there is some uncertainty about when a party is considered to have a legal interest in the findings of the court. At the beginning of this thesis, the main provisions that govern fish farming in Iceland are explained. Subsequently, the process of applying for operating licenses for fish farming and the supervision of licencees are discussed. Following that, there is a detailed examination of the conditions that parties must meet to participate in a case regarding the validity of fish farming licenses. The essence of this thesis then examines different standpoints that can lead to a decision of granting an operation license being considered voidable. The main conclusion of this thesis indicates that a decision on operating licenses for fish farming is most likely to be voidable based on a defect in the procedure of the licensors, in particular, based on defects in the environmental impact assessment. These decisions may also be voidable on the grounds that the fish farms cause their neighbors a great deal of discomfort with either visual pollution or reduced outlook.

Styrktaraðili: 
  • Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð EÝÓ Lokadrög1.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna