Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38656
Ritgerð þessi ber heitið „Réttindi og skyldur greiðsluvirkjanda og reikningsupplýsinga-þjónustuveitanda“ og er skrifuð á sviði innlends greiðsluþjónusturéttar. Henni er ætlað að svara því hvaða réttindi og skyldur verða lögð á greiðsluvirkjendur og reikningsupplýsingaþjónustuveitendur á grundvelli frumvarps til laga um greiðsluþjónustu, laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og hvaða áhrif munu þessir aðilar hafa á almennan bankamarkað hér á landi. Höfundur leitast við að svara rannsóknarspurningunni á grundvelli legal dogmatics (e. de lege lata) eða hinni fræðilegu lagalegu aðferð með hliðsjón af lögum, reglugerðum, tilskipunum, leiðbeinandi reglum og fræðiritum. Útgangspunktur ritgerðarinnar er að miklar kröfur eru lagðar á hinar nýju aðila en einkum á greiðsluvirkjendur. Öryggi og persónuvernd er gert hátt undir höfði í frumvarpinu en markmið frumvarps til laga um greiðsluþjónustu er meðal annars að gera rafræn greiðsluviðskipti örugg og stuðla að skilvirku og stöðugu eftirliti eftirlitsaðila. Kröfur laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka til greiðsluvirkjanda og reikningsupplýsingaþjónustuveitenda eru ekki í samræmi við það sem EBA lagði upp þar sem reikningsupplýsingaþjónustuveitendur falla ekki undir gildissvið peningaþvættislöggjafarinnar þar sem þeir eru ekki skilgreinindir sem greiðslustofnun í frumvarpi til laga um greiðsluþjónustu. Verði frumvarp til laga um greiðsluþjónustu samþykkt óbreytt eru það einungis greiðsluvirkjendur sem bætast í hóp tilkynningaskyldra aðila. Tilkoma þessa nýju aðila mun geta haft mikil áhrif á bankaþjónustu eins og við þekkjum hana í dag en frumvarpið opnar á áður óþekkta samkeppni á bankamarkaðinum. Bankarnir hafa þrátt fyrir það mikið forskot á hina nýju greiðsluþjónustuveitendur í ljósi þess að þeir hafa nú þegar traust viðskiptavina, fjármagn og aðgengi að dreifingarleiðum. Þrátt fyrir það munu þeir þurfa að aðlaga sig að breyttum og bættum tímum á greiðsluþjónustumarkaði í ljósi þess að greiðsluvirkjendur og reikningsupplýsingaþjónustuveitendur munu setja mikinn þrýsting á hið hefðbundna viðskiptalíkan bankanna og ógna forskoti þeirra.
The name of this thesis is „Réttindi og skyldur greiðsluvirkjanda og reikningsupplýsinga-þjónustuveitenda“ and covers the aspects of payment service law and intendens to answer what rights and obligations will be imposed on payment initiation service providers (PISP) and account information service providers (AISP) on the basis of the bill on payment service and the Act on Measures agains Money Laundering and Terrorist Financing no. 140/2018 (AML) and what effect will these new parties have on banking market as we know it today. The author seeks the thesis and answer to the research question using the „dogmatic“ legal approach by reviewing law, regulations, directives, guidelines and academic literature. The starting point of the thesis is that high demands are made of the new players in payment services, especially the PISP. The bill emphasis on Security and Data protection, its important objectives being to ensure the security of electronic payment transactions as well as to make founding for efficient and continuous supervision by supervisory authorities. Obligations of the AML act toward the new players are erroneous as different demands are made of PISP and AISP, contrary to EBA‘s proposal. The AISP will not be bound by the Icelandic AML Act as they are not defined as a payment institusion in the bill on payment service. The result of which will be that only PISPs will be reporting entities according to Icelandic AML Act. The emergence of these two new payment service parties sould have a major impact on banking service as we know it today, as the bill clears the way for unprecedented competition in the banking market. Still the banks have a great advantage over the new payment service providers, as they already have the trust of the customers, capital and the established distribution channels. Neverthless, the banks will need to adapt to changing and improving times in payment service, as that the new payment service providers will likely put a lot of pressure on the banks traditional business model and threaten their advantage.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Réttindi og skyldur greiðsluvirkjenda og reikningsupplýsingaþjónustuveitanda.pdf | 1,26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |