is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38662

Titill: 
  • Áreiðanleiki segulómunar samanborið við brjóstamyndatöku
  • Titill er á ensku The sensitivity of MRI compared with mammography
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Brjóstakrabbamein er eitt algengasta krabbamein hjá konum í heiminum og á Íslandi. Stökkbreytingar í ákveðnum genum geta aukið líkur á að krabbamein myndist. Einnig getur fyrri saga um krabbamein, áfengisneysla, geislun, lítil hreyfing og fleira orsakað það að fólk fái krabbamein. Greiningaferlið felur í sér mismunandi rannsóknir eins og til dæmis brjóstamyndatöku (e. Mammography), segulómun (e. Magnetic resonance imaging, MRI), ómun (e. Ultrasound), brjóstamyndataka með skuggaefni (e. Contrast enhanced mammography, brjóstasneiðmynd (e. Breast tomosynthesis) svo eitthvað sé nefnt.
    Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að meta áreiðanleiki segulómunar og brjóstamyndatöku í leit að brjóstakrabbameini, athuga hvort marktækur munur sé á mældri stærð hnúta og hvort fleiri eða færri hnútar greinast í segulómun í samanburði við brjóstamyndatöku.
    Efni og aðferðir: Um er að ræða rannsókn þar sem röntgenlæknir var fengin til að lesa tvisvar úr myndum frá brjóstamyndatöku og segulómun með um það bil mánaðar millibili hjá 50 sjúklingum sem greindust á tímabilinu 1. apríl 2017 til 1. apríl 2019 og var fjöldi og stærð hnúta skráð niður af rannsakanda.
    Niðurstöður: í fyrri úrlestri voru 47 (94%) sjúklingar með einn hnút í brjóstamyndatöku og þrjár (6%) með fleiri hnúta, í segulómun voru 46 (92%) með einn hnút og 4 (8%) með fleiri en einn hnút. Í seinni úrlestri voru 46 (92%) með einn hnút og 4 (8%) með fleiri hnúta í brjóstamyndatöku en í segulómun voru 44 (88%) með einn hnút og 6 (12%) með fleiri hnúta. Ekki reyndist vera marktækur munur á mælingum á stærð hnúta í samanburði á brjóstamyndatöku og segulómun í fyrri og seinni úrlestri. Í samanburði á hæð hnúta var fylgnin 0,85 og fyrir breidd hnúta var hún 0,84 í fyrri úrlestri. Í seinni úrlestri var fylgnin fyrir hæð hnúta 0,8 og fyrir breidd hnúta var hún 0,66.
    Samanburður á flatarmáli hnúta þar sem gert var ráð fyrir sporöskjulögun milli úrlestra í segulómun gaf fylgnina 0,96 og brjóstamyndatöku var hún 0,86.
    Ályktun: Í rannsókninni var lagt mat á áreiðanleika við mælingar á stærð hnúta eða fyrirferða í brjóstum með bæði brjóstamyndatöku og segulómun. Í ljósi þess að hvorki reyndist vera marktækur munur á milli eða innan hvorrar aðferðar fyrir sig má ætla að báðar aðferðir séu álíka áreiðanlegar við mat á stærð hnúta í brjóstum. Þess ber þó að geta að breytileiki milli úrlestra innan segulómunar er minni en innan brjóstamyndatökunnar. Það er ekki heldur hægt að segja að segulómun hafi greint marktækt fleiri hnúta og líkur á að þessi litla breytni í fjölda hnúta milli myndgreiningaraðferða og úrlestra sé vegna þétts brjóstvefs hjá úrtakinu sem er erfiðara að sjá og greina á brjóstamyndatöku.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Breast cancer is the most common cancer in women in the world and in Iceland. Mutations in certain genes may increase the risk of developing cancer. Also, a previous history of cancer, alcohol consumption, radiation, little exercise and more can cause people to get cancer. The diagnostic process involves various studies such as mammography, magnetic resonance imaging (MRI), ultrasound, contrast enhanced mammography and breast tomosynthesis and more.
    Aim: The aim of this study was to examine the sensitivity of MRI and mammography in the search for breast cancer, to examine whether there is a significant difference in the measured size of tumours and whether more or fewer tumours are detected in MRI.
    Materials and methods: A retrospective study in which a radiologist was asked to read twice images from mammography and MRI with at least a month between readings in 50 patients diagnosed between 1st of April 2017 and 1st of April 2019 and the number and size of tumours was examined.
    Results: In the first reading there were 47 (94%) patients with one tumour in mammography and three (6%) with more than one, in MRI there were 46 (92%) with one tumour and 4 (8%) with more than one tumour. In the second reading 46 (92%) had one tumour and 4 (8%) had more than one tumour in mammography, while MRI had 44 (88%) with one tumour and 6 (12%) with more than one. There was no significant difference in measurements of the size of the tumours in comparison with mammography and MRI in the first and second readings, and the correlation in the first reading for the height of the tumours was 0,85 and for the width of the tumours it was 0,84. In the second reading, the correlation for the height of the tumours was 0.8 and for the width of the tumours it was 0,66.
    A comparison of the area of the tumours where an oval shape was assumed between the readings in the MRI was 0,96 and between the readings in the mammography it was 0,86.
    Conclusion: The study assessed the reliability of measurements of the size of tumours or masses in the breast with both mammography and MRI. Given that there was no significant difference between or within each method, it can be assumed that both methods are equally reliable in estimating the size of breast tumours. It should be noted, however, that the variability between readings within the MRI is less than within the mammogram.
    It is also not possible to say that MRI has detected significantly more tumours, and it can be assumed that this small change in the number of tumours between imaging methods and readings is due to dense breast tissue in a sample that is more difficult to see and detect on mammography.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerð Sandra M- loka.pdf6.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Sandra.pdf313.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF