is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38664

Titill: 
  • Áhrif af fyrirbyggjandi styrktaræfingu fyrir aðfærsluvöðva mjaðmar á nárameiðsli knattspyrnumanna
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Nárameiðsli hafa lengi verið stórt vandamál á meðal knattspyrnumanna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að leggja fyrir fyrirbyggjandi styrktaræfingu fyrir aðfærsluvöðva mjaðma er hægt að minnka líkur umtalsvert á því að leikmenn þrói með sér nárameiðsli.
    Markmið: Markmið rannsóknar er að skoða hvort að fyrirbyggjandi styrktaræfing fyrir aðfærsluvöðva mjaðma hafi jákvæð áhrif á nárameiðsli knattspyrnumanna.
    Efni og aðferðir: Þátttakendur voru 10 karlmenn á aldrinum 20-34 ára og voru allir leikmenn úr tveimur liðum í næst efstu og þriðju efstu deild á Íslandi í knattspyrnu. Rannsóknin var megindleg íhlutunarrannsókn með samanburðarhóp (e. two-group pre- and posttest design). Þátttakendur íhlutunarhóps fengu kennslu á fyrirbyggjandi styrktaræfingu, Kaupmannahafnar aðfærsluæfingunni (e. the Copenhagen adduction exercise) fyrir aðfærsluvöðva mjaðma sem þeir framkvæmdu í fjórar vikur á undirbúningstímabili. Þátttakendur samanburðarhóps fengu ekki íhlutun með fyrirbyggjandi styrktaræfingu heldur unnu þeir eftir plani sinna þjálfara og styrktarþjálfara yfir rannsóknartímabilið. Upplýsingum um álagseinkenni frá nárasvæði var safnað saman með því að leggja fyrir þátttendur beggja hópa Oslo Sports Trauma Research Center Overuse Injuries Questionnaire (OSTRC-O2 spurningalistann) í upphafi rannsóknarinnar og svo á tveggja vikna fresti eftir það. Blönduð dreifigreining og t-próf óháðra úrtaka var notað við tölfræðilega úrvinnslu, marktektarmörk voru miðuð við 5% (p < 0,050).
    Niðurstöður: Skoðað var hvort marktækur munur fyndist milli hópa og innan hvors hóps fyrir sig hjá bæði íhlutunarhópi og samanburðarhópi. Marktækur munur fannst í tveimur af fjórum spurningum OSTRC-O2 spurningalistans milli hópa um þátttöku (p = 0,048) og verk (p = 0,009). Marktækur munur fannst einnig innan íhlutunarhóps í spurningu um verk (p = 0,026) og hjá samanburðarhópi er varðar þátttöku (p = 0,046). Út frá heildarskori þátttakanda fannst marktækur munur milli hópa (p = 0,035) yfir rannsóknartímabil. Marktektarpróf sýndi að að munurinn lægi á milli hópanna (p = 0,036) eftir að íhlutun lauk.
    Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að álagseinkenni frá nárasvæði minnkuðu hjá íhlutunarhópi yfir rannsóknartímabil á meðan þau jukust hjá samanburðarhópi. Niðurstöður styðja því rannsóknartilgátuna að Kaupmannahafnar aðfærsluæfingin hafi jákvæð áhrif á nárameiðsli meðal knattspyrnumanna.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSlokaloka_hilmar.pdf588.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni_hilmar.pdf97.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF