is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38667

Titill: 
  • Kynferðisleg friðhelgi : kemur ný löggjöf til með að tryggja betur kynferðislega friðhelgi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sérstakt refsiákvæði er kveður á um vernd kynferðislegrar friðhelgi var lögfest í almenn hegningarlög með lögum nr. 8/2021. Ákvæðið felur í sér bann við því að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis, sbr. 199. gr. a. almennra hegningarlaga. Ákvæðinu er ætlað að styrkja réttarvernd þolenda slíkra brota en með setningu ákvæðisins er einnig ætlað að taka mið af alvarleika þeirrar háttsemi sem felst í broti gegn kynferðislegri friðhelgi, en afleiðingar slíkra brota eru bæði miklar og alvarlegar. Í þessari ritgerð er fjallað um hvort að nýtt refsiákvæði komi til með að tryggja betur kynferðislega friðhelgi fólks. Líkt og gefur að skilja er ekki um að ræða nýtt fyrirbæri og því ýmis ólík ákvæði almennra hegningarlaga, sem ekki voru sett með háttsemi af þessu tagi í huga, verið notuð við heimfærslu slíkra brota. Þrátt fyrir að þau ákvæði sem notuð hafa verið við heimfærslu háttseminnar hafi að einhverju leyti veitt ákveðna réttarvernd er ljóst að dómaframkvæmd er óstöðug. Í ritgerðinni er dómaframkvæmd ítarlega rakin og veikleikar þeirra ákvæða sem hafa verið mest áberandi er varðar heimfærslu skoðaðir. Þá er jafnframt fjallað um hliðstæða norrænna löggjöf.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að setning nýs refsiákvæðis er kveður á um kynferðislega friðhelgi sé til þess fallin að styrkja réttarvernd þolenda brota af þessu tagi. Ljóst er að vandað var sérstaklega vel til lagabreytinganna, en við samningu ákvæðisins var meðal annars litið til þeirra frumvarpa sem lögð hafa verið fram á Alþingi og umsagna er bárust um þau frumvörp. Engin reynsla er komin á framkvæmd ákvæðisins og því ekki hægt að segja með vissu að það muni leiða til skýrari og jafnframt stöðugri dómaframkvæmdar. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða mikla réttarbót.

  • Útdráttur er á ensku

    A new provision that provides protection of sexual privacy was enacted in the Icelandic Penal Code by Act no. 8/2021. The provision prohibits creation, acquisition, distribution or publication of images, text or similar material, including deep-fake material, of nudity or sexual conduct of another individual without his consent, cf. Article 199 a. of the Icelandic Penal Code. The provision is not only intended to enhance the legal protection of victims of such offenses, but also takes into consideration the seriousness of the conduct involved in a violation of sexual privacy, but the consequences can be severe. This thesis discusses whether a new provision, which specifically provides for such offenses, will ensure better protection of people's sexual privacy. Although the legislation of sexual privacy is only recent, it is not a new phenomenon. Up until the new provision there has been inconsistency within the sentencing framework and various provisions of the Penal Code, which were not enacted with this kind of conduct in mind, have been used for these offenses. Despite the fact that the previous provisions have been sufficient to some extent, it is clear that the case law is unstable. In this thesis, the case law is traced in detail and the weaknesses of the provisions, that have been most prominent with regard to transfer, examined. In addition, the legislation of the Nordic countries is examined.
    The conclusion of the thesis is that the enactment of a new provision of sexual privacy is conducive to strengthen the legal protection of victims of such offenses. Since there is no experience or practice so far, it is hard to say for sure if the legislation will lead to a clearer and more stable case law. It can only be assumed that the new law will be a major improvement for the judicial system in Iceland.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð - Kynferðisleg friðhelgi.pdf727,35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hildarutbeidni.pdf405,78 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna