Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38669
Ný tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins númer 2019/790 um höfundarétt og skyld réttindi á stafræna innri markaðnum tók gildi þann 6. júní 2019. Ekki eru allir sammála því að nýtt ábyrgðarkerfi, sem sett er upp í 17. grein tilskipunarinnar, sé í samræmi við grundvallarréttindi og mannréttindi þeirra sem í hlut eiga, þá sérstaklega notenda þjónustunnar en einnig þjónustuveitenda. Í fyrstu drögum tilskipunarinnar voru þjónustuveitendur með beinum orðum hvattir til þess að nota auðkenningartækni eins og efnissíur til að uppfylla skilyrði um viðeigandi ráðstafanir til þess að koma sér frá ábyrgð. Allt orðalag er tengist efnissíum og auðkenningartækni var svo tekið út úr ákvæðinu áður en endanleg útgáfa tilskipunarinnar var gefin út. Hvað sem því líður telja margir að ákvæðið muni hafa það í för með sér að þjónustuveitendur notist frekar við efnissíur í auknum mæli.
Markmið ritgerðarinnar er að svara þeirri spurningu hvort tilskipunin muni í raun hafa þau áhrif að þjónustuveitendur efnisdeilingar muni í auknum mæli notast við efnissíur til þess að finna það efni sem hlaðið er upp á vettvangi þeirra, af notendum, í óþökk rétthafa. Farið verður yfir helstu ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu og Sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi sem höfundur telur að geti komið til álita við notkun efnissía ásamt því að farið verður yfir helstu kosti og ókosti þess að styðjast við notkun efnissía. Dregin er sú ályktun að 17. grein muni í raun leiða til frekari notkunar á efnissíum.
The new Directive (EU) 2019/790 of the European Parliament and of the Council on copyright in the digital single market entered into force on 6 June 2019. Not everyone agrees that the new liability system set out in Article 17 of the Directive is in line with fundamental rights and human rights of those involved, especially users of the service as well as service providers. The first draft of the Directive explicitly encouraged service providers to use content recognation technology such as upload filters to meet the requirements of appropriate measures, in order to evade liability. All wording related to content recognition technology and upload filters was then removed from the provision before the final version of the Directive was issued. In any case, many believe that the provision will entail further use of upload filters by online content sharing service providers.
The aim of this thesis is to answer the question of whether the Directive will in fact have the effect that online content sharing service providers will increasingly use upload filters to find the content uploaded on their site, by users, without the consent of rightholders. The main provisions of the European Convention on Human Rights and the Charter of Fundamental Rights of the European Union will be reviewed, which the author considers to be relevant when using upload filters, as well as the main advantages and disadvantages of using upload filters. It is concluded that Article 17 will in fact lead to further use of upload filters.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-ritgerð- lokaskil.pdf | 2,1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |