is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3867

Titill: 
  • Mataræði og hreyfing leikskólabarna : heilbrigður lífsstíll fræðileg umfjöllun og athugun á leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Næring og hreyfing leikskólabarna skiptir miklu máli fyrir börn og því langaði mig til þess að skrifa um þetta efni. Ritgerðin fjallar um hlutverk leikskólans þegar kemur að mataræði og hreyfingu. Farið er í ráðleggingar Lýðheilsustöðvar, þar sem kemur fram mikilvægi þessara efna. Í ritgerðinni er farið yfir helstu atriði sem snerta mataræði leikskólabarna, gildi næringarinnar, fjölbreytileika fæðunnar og hvaða næringarefni eru mikilvæg. Einnig fjallar ritgerðin um hversu mikilvæg hreyfingin er, gildi hreyfingar fyrir leikskólabörn, fjölbreytileika og mikilvægi þess að börn hreyfi sig daglega.
    Aðalatriði ritgerðarinnar er athugun sem framkvæmd var á þremur leikskólum á Akranesi. Skoðað var bæði mataræði og hreyfingu á þessum leikskólum og hvernig er staðið að þessum málum. Athugunin var framkvæmd með stuttum, óformlegum viðtölum við ýmsa starfsmenn leikskólanna. Stuðst var við lista með atriðum um mataræði og hreyfingu og skráð var niður það sem starfsfólk leikskólanna sögðu. Leikskólarnir standa sig misvel í mataræðinu, en allir huga vel að hreyfingunni. Leikskólarnir þrír hafa allir mismunandi stefnur. Einn er með tónlistarstefnu, þar sem mætti huga örlítið betur að mataræðinu. Annar er glænýr leikskóli með umhverfismennt og þar er mataræðið til fyrirmyndar. Sá þriðji er Heilsuleikskóli og þar er bæði mataræðið og hreyfingin til fyrirmyndar. Út frá þessari stuttu athugun sem gerð var á leikskólunum þremur má álykta að staðið er vel að góðu mataræði og hreyfingu leikskólabarna á Akranesi.
    Niðurstöður athugunarinnar voru stuttlega bornar saman við niðurstöður rannsóknarinnar; Hvað borða íslensk börn á leikskólaaldri? sem Rannsóknarstofa í næringarfræði stóð að (Ingibjörg Gunnarsdóttir, Inga Þórsdóttir og Tinna Eysteinsdóttir, 2008). Samanburðurinn sýndi að leikskóar á Akranesi standa sig almennt nokkuð vel þegar kemur að heilbrigði barna, miðað við leikskóla á höfðuborgarsvæðinu.

Samþykkt: 
  • 5.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mataræði og hreyfing leikskólabarna, heilbrigður lífsstíll.pdf328.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna