is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38670

Titill: 
 • Áhrif meðábyrgðar á bótarétt eftirlifenda : er ástæða til breytinga?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi ber heitið „Áhrif meðábyrgðar á bótarétt eftirlifenda. Er ástæða til breytinga?“ Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau áhrif sem meðábyrgð hefur á bótarétt og þá aðallega á bótarétt eftirlifenda.
  Í upphafi ritgerðarinnar er gerð grein fyrir skaðabótarétti almennt, markmiði og hlutverki skaðabótareglna og hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo skaðabótaskylda stofnist. Því næst er reglum um samsömun gerð skil. Meginþungi rigerðarinnar fer í umfjöllun um meðábyrgð. Að fyrstu er vikið að því hvaða reglur gilda almennt um meðábyrgð og til hvaða þátta er horft við mat á meðábyrgð. Að því loknu er fjallað nánar um þau áhrif sem meðábyrgð hefur á einstaka sviðum, svo sem við umferðar- og vinnuslys. Þegar aðili deyr koma til skoðunar bætur vegna andláts. Ef viðkomandi hefur látið lífið í skaðabótaskyldu slysi, þarf að skoða hverjir eiga rétt á bótum vegna missis framfæranda og hvort meðábyrgð hins látna skerði bætur til eftirlifenda. Markmiðið með ritgerðinni er að skoða hvaða áhrif meðábyrgð hefur á bótarétt eftirlifenda og hvort réttur þeirra eigi að vera ríkari en bótaréttur hins látna hefði verið. Einnig hvort það skipti máli að vátrygging sé til staðar þegar bótaréttur eftirlifenda er metinn. Í ritgerðinni er umfjöllun um 2. mgr. 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og leitað svara við því hvernig ákvæðið er túlkað í dómaframkvæmd. Farið verður yfir sambærileg ákvæði í dönskum og norskum lögum og þau borin saman við íslenskan rétt.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru í meginatriðum þær að meðábyrgð þess, sem lætur lífið í skaðabótaskyldu slysi, hefur áhrif þegar bætur vegna missis framfæranda eru ákvarðaðar, þar sem eftirlifendur eru samsamaðir með hinum látna. Þrátt fyrir almennu lækkunarheimildina í 24. gr. skbl. hefur heimildinni afar sjaldan verið beitt í réttarframkvæmd og aldrei þegar kemur að eftirlifendum. Ýmis rök eru fyrir því að háttsemi hins látna ætti ekki að hafa áhrif til skerðingar þegar kemur að skaðabótum fyrir eftirlifendur og benda helstu niðurstöður ritgerðarinnar til þess að tilefni sé til endurskoðunar á þann veg að skaðabætur til eftirlifenda ættu að standa sjálfstætt óháð meðábyrgð hins látna.

 • Útdráttur er á ensku

  The name of this thesis is „The role of co-liability on survivors’ rights to compensation. Is there a reason for change?“. The main aim of the thesis is to shed light on the effect of co-liability on rights to compensation and mainly on survivors’ rights to compensation.
  To begin with, the thesis explains the law of tort in general, the purpose and role of tort rules and what conditions must be met for liability to arise. Next, the rules of identification are explained and then the main focus of co-liability is covered in detail. First, reference is made to what rules generally apply to co-liability and what factors are relevant and considered in the assessment of co-liability. Second, the effects of co-liability in individual areas, such as in traffic and occupational-related accidents are discussed in more detail. In cases where the claimant dies, compensation for death is examined and if the person has died in a compensable accident, it must be examined who is entitled to compensation for the loss of a provider and whether co-liability of the deceased reduces compensation to survivors. The aim of the thesis is to examine what effect co-liability has on survivors‘ rights to compensation and whether or not their rights should be equal to or more than the deceased‘s rights would have been, had he lived. The thesis also explores if insurance availability is an important factor when assessing survivors’ rights to compensation. Finally, the thesis discusses 2. paragraph of article 24. of Tort Law no. 50/1993 and seeks to answer how it is interpreted and applied in law. Comparable articles from Danish and Norwegian law are reviewed and compared to Icelandic law.
  The main conclusions of the thesis are that the co-liability of a person that dies in a compensable accident has an effect when the compensation for the loss of a provider is determined. That is, the survivors are identified with the deceased. Notwithstanding the general reduction authority in article 24. of Tort law. The authority has rarely been used in legal proceedings and never in cases of survivors’ compensation. Based on the arguments highlighted in the thesis the main findings suggest that there is a reason to change future proceedings and that survivor’s compensation should be independent of the deceased’s co-liability.

Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif meðábyrgðar á bótarétt eftirlifenda_Hrönn Vilhjálmsdóttir.pdf766.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hronnbeidni.pdf922.34 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna