is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38671

Titill: 
  • Frelsissviptingarákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áherslu á mál þar sem háttsemi sakbornings varðar einnig við 1. mgr. 194. gr. hgl. um nauðgun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um frelsissviptingarákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áherslu á mál þar sem háttsemi sakbornings varðar einnig við 1. mgr. 194. gr. hgl. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða dómaframkvæmd Hæstaréttar á þessu sviði og kanna hvort að þörf sé á að þyngja refsingar í slíkum málum. Til þess að svara þeirri spurningu er fjallað um ákvörðun refsingar almennt sem og niðurstöður Hæstaréttar í þessum málum. Í ritgerðinni er einnig lögð höfuðáhersla á að skoðað undir hvaða kringumstæðum nauðsynlegt er að ákæra fyrir brot gegn 1. mgr. 226. gr. og 1. mgr. 194. gr. hgl.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að þegar nauðung er orðin það langvarandi og alvarleg að hún er orðin að frelsissviptingu, er nauðsynlegt að beita 1. mgr. 226. gr. með 1. mgr. 194. gr. hgl. Í slíkum tilvikum rúmast nauðungin ekki innan þess sem efnislýsing 1. mgr. 194. gr. hgl. gerir ráð fyrir. Þegar slík staða er fyrir hendi er talað um brotasamsteypu á grundvelli 77. gr. hgl. Þá eru refsingar í slíkum málum almennt séð hæfilegar og áhrif einstakra refsiákvæða eðlileg að teknu tilliti til alvarleika háttsemi geranda. Hins vegar er ekki talið að nægt tillit sé tekið til aldurs þolenda. Þegar slík brot beinast að börnum eru refsingar að mati höfundar ekki fullnægjandi.

  • This dissertation addresses the „loss of liberty“ provisions of the Icelandic Penal Code no. 19/1940, with emphasis on cases where the perpetrator's conduct also applies to 1. Article 194 (1) penal code. The main subject of the dissertation is to examine case law of the Icelandic Supreme Court, pertaining to relevant sections of the penal code within this area, and examine whether there is a need to impose increasingly severe penalties in such cases. To answer that question, the decision on punishment within the penal Code as well as the decisions of the Supreme Court in such cases, are discussed. The dissertation also places emphasis on examining the circumstances in which it is deemed necessary to prosecute for a violation of Article 226 (1) and Article 194 (1) of the penal code.
    The dissertation concludes that when coercion has become so long-lasting and severe that it can be defined as deprivation of liberty, it is necessary to apply Article 226 (1) alongside Article 194 (1) of the penal code. In such cases, the coercion does not fall within the scope of the description in Article 194 (1) as intended. When such a circumstance exists, the case can be referred to as a „conglomerate“ of offenses, on the basis of Article 77 of the penal code. Sentences in such cases are generally appropriate, and the effect of individual penalty provisions is in line with the nature of the offence, taking into account the seriousness of the perpetrator's conduct. However, the age of the victims is not considered to be sufficiently accounted for. In the opinion of the author, when such offenses are directed at children, the level of sentencing, is not adequate.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð lokaeintak.pdf787.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna