is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38681

Titill: 
  • Áhrif aftanlæristognunar á þverskurðarflatarmál langa tvíhöfðavöðva og hálfsinungsvöðva læris - Áreiðanleiki tveggja óreyndra ómskoðara
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Aftanlæristognanir eru meðal algengustu meiðsla í íþróttum og valda gífurlegu tapi á spiluðum klukkustundum. Rannsóknir hafa nefnt byggingarlegar breytingar eins og þverskurðarflatarmál aftanlærisvöðva sem bæði áhættuþátt og afleiðingu aftanlæristognunar. Ómskoðun hefur reynst áreiðanleg aðferð til að mæla þverskurðarflatarmál vöðva, en á sama tíma er samþykki að færni við ómskoðun sé afar háð færni matsmanns.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áreiðanleika milli tveggja óreyndra matsmanna. Einnig að kanna hvort það sé munur á þverskurðarflatarmáli hægri og vinstri hálfsinungsvöðva (ST) og langa höfuðs tvíhöfðavöðva (BF) hjá einstaklingum sem hafa tognað í öðru lærinu. Að lokum að kanna hvort munur sé á mismun þverskurðarflatarmáls ST og BF í hægra og vinstra læri meðal einstaklinga sem hafa tognað í aftanlærisvöðvum í öðru lærinu miðað við þá sem hafa ekki tognað.
    Aðferð: Alls voru 23 þátttakendur á aldrinum 21-35 ára. 13 þátttakendur með sögu um aftanlæristognun í öðru læri og 10 þátttakendur án sögu um aftanlæristognun í viðmiðunarhóp. Þátttakendur voru ómaðir á tveimur stöðum á ST og tveimur stöðum á BF á hvorum fótlegg fyrir sig, samtals á átta stöðum. Hver þátttakandi var ómaður í eitt skipti. Fyrir hverja ómun var mælt þverskurðarflatarmál ST og BF. Notast var við aðferðafræði sem hönnuð var með öðrum matsmanni. Sá matssmaður mældi einnig alla þátttakendur til að meta áreiðanleika milli matsmanna.
    Niðurstöður: Áreiðanleiki milli matsmanna var framúrskarandi fyrir allar mælingar og hverja staðsetningu fyrir sig (ICC>0,90). Það var ekki marktækur munur (p=0,576) á þverskurðarflatarmáli aftanlærisvöðva í þeim fótlegg sem hafði tognað og heilbrigða fótleggsins hjá einstaklingum í rannsóknarhóp. Marktækur munur var á þverskurðarflatarmáli á milli hópa (p=0,032), enn fremur var marktækur munur á mismun þverskurðarflatarmáls milli hliða meðal einstaklinga sem hafa tognað í aftanlærisvöðvum í öðru lærinu miðað við einstaklinga sem ekki hafa tognað (p=0,017).
    Ályktun: Þessi rannsókn gefur vísbendingu um að með sameiginlegri aðferðafræði geti tveir óreyndir matsmenn metið áreiðanlega þverskurðarflatarmál aftanlærisvöðva. Ekki er hægt að draga þá ályktun að þverskurðarflatarmál sé mismunandi á milli fótleggja hjá þeim sem hafa tognað í öðru lærinu, en vert er að taka þeim niðurstöðum með fyrirvara vegna takmarkana rannsóknar. Aukinn mismun á milli fótleggja er þó að finna meðal tognaðra samanborið við þá sem ekki hafa tognað. Frekari rannsókna er þörf með strangari ábendingum og sterkara þýði.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Hamstring strain injuries (HSI) are thought to be among the most common injuries in sports and cause a great amount of lost playing time. Architectural maladaptions, such as atrophy of cross-sectional area (CSA), has been proposed as both a risk factor and sequelae. Ultrasound has been shown to be a reliable method for measurement of cross-sectional area, although operator dependent.
    Purpose: The aim of the study was to determine the inter-rater reliability between two untrained, inexperienced investigators. It also aimed to determine the difference in CSA of semitendinosus (ST) or biceps femoris long head (BFlh) of a previously injured leg with the opposite uninjured leg. Finally it aimed to determine if the difference in CSA of ST or BFlh between the injured and uninjured leg differred in comparison with the difference between legs of the same muscles of a person without a previous HSI.
    Methods: A total of 23 participants between the age of 21-35 years old were recruited into two groups. There were 13 participants with a history of previous HSI in the research group and 10 healthy participants without a history of previous HSI in the control group. Participants underwent one session where ultrasound was performed to capture ST and BF of both legs on two locations, a total of 4 locations each leg. Common methodology was designed and used by two investigators. The images captured were then traced to determine the CSA. Each image was traced by both investigators for the purpose of determining the inter-rater reliability.
    Results: Inter-rater reliability was excellent for all measurments and each location seperately (ICC<0.90). Among the participants with a history of HSI the difference between the injured leg and non-injured leg was not significant (p=0.576). There was both a significant difference in CSA between the groups (p=0.032) and the absolute difference in CSA between the legs was statistically different between the groups (p=0.017).
    Conclusion: This thesis gives evidence that it may be possible for two inexperienced investigators to reliably assess CSA of the hamstrings. There may not be a difference between ST or BFlh of the injured and non-injured leg of participants with previous HSI, although the limitations of this study must be considered. On the other hand the findings of this study does indicate that the difference between legs of people with previous HSI might be greater than the difference between legs of people without prior history of HSI. Future research addressing the limitations in inclusion criteria and participant sample is required.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
0Meistaraverkefni_DH_skil.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing.pdf435.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF