is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38683

Titill: 
 • Brot gegn kynferðislegri friðhelgi : tilefni, nauðsyn og áhrif laga nr. 8/2021, um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um viðbót við almenn hegningarlög nr. 19/1940 sem samþykkt var þann 17. febrúar 2021 með lögum nr. 8/2021 um kynferðislega friðhelgi. Lagabreytingu þessari er ætlað að tryggja heildstæða og fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga í íslenskum rétti. Í þessari ritgerð verður litið til aðdraganda þessara lagabreytinga, bæði samfélagslega og í dómaframkvæmd. Þá verður farið yfir þær takmarkanir sem voru á heimfærslu brota á kynferðislegri friðhelgi í dómaframkvæmd og að lokum verða lagabreytingarnar kynntar og áhrif þeirra skoðuð. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða áhrif lagabreytingin hefur á málaflokkinn og hvort að hún sé í raun réttarbót fyrir þolendur brota gegn kynferðislegri friðhelgi.
  Á síðustu árum hefur samfélagsleg umræða og meðvitund um brot gegn kynferðslegri friðhelgi aukist. Þetta hefur leitt til þess að aukinn þrýstingur hefur verið á löggjafann að setja í lög skýr lagaákvæði sem kveða á um bann gegn brotum á kynferðislegri friðhelgi. Nokkur frumvörp hafa verið lögð fram vegna þessa, það fyrsta árið 2014 og því ljóst að slík breyting á lögum hefur verið til umræðu um langa hríð.
  Háttsemi sú sem hér er kölluð brot gegn kynferðislegri friðhelgi hefur vissulega ekki verið refsilaus fram að samþykkt laga nr. 8/2021 en hefur verið heimfærð undir eldri ákvæði almennra hegningarlaga. Ákvæði þessi voru ekki sett í lögin með þessa háttsemi í huga og því ekki alltaf skýrt í dómaframkvæmd hver skilyrði þess að hægt sé að heimfæra slíka háttsemi undir ákvæðin eru. Með nýjum lagaákvæðum hefur nú verið lögfest ákvæði sem leggur skýrt bann við að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis. Þá er einnig lagt bann við því að hóta ofangreindri háttsemi. Auk þessa voru gerðar breytingar á ákvæðum í XXV. kafla almennra hegningarlaga sem eru til þess fallnar að styrkja stöðu þolenda brota á kynferðislegri friðhelgi. Telja má að þessi skýra lagasetning sé til þess fallin að styrkja stöðu þolenda í slíkum málum sem og að senda skýr skilaboð til almennings um alvarleika slíkra brota.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis provides commentary on the addition to the General Penal Code No. 19/1940, adopted on 17 February 2021 by Act No. 8/2021 on Sexual Privacy. This amendment is intended to ensure comprehensive and adequate legal protection under Icelandic law of the sexual privacy of individuals. This thesis traces the background of these legislative changes, both societally and in case law; looks at the restrictions on transferring sexual privacy cases to an area of the penal code that is subject to judicial review; and, last but not least, introduces the new legislative changes and examines their practical effects. The thesis aims to specifically examine the effect of the legislative change on the issue in question, and whether it in fact represents a legal remedy for victims of violations of sexual privacy.
  In recent years, public debate and awareness of violations of sexual privacy has increased. As a result, there has been growing pressure on the legislature to enact clear legal provisions prohibiting violations of sexual privacy. Several bills have been submitted for this purpose, the first in 2014, and it is therefore clear that the felt need for a change in the law has been under discussion for a long time.
  The conduct in question, which is referred to as a violation of sexual privacy, was certainly not unpunishable until the adoption of Act No. 8/2021, but the provision penalizing it has now been transferred to older provisions of the General Penal Code. Those older provisions were not included in the law with this conduct in mind, and therefore it is not always clear in case law what the conditions are for such conduct to be included in the provisions. The new legal provisions have now introduced a provision that clearly prohibits the preparation, acquisition or publication of images, text or similar material, including forged material, by nudity or sexual conduct of another person without his/her consent. It is also unlawful to threaten the above conduct. In addition, changes were made to the provisions of ch. XXV of the General Penal Code for the intention of strengthening the position of victims of sexual privacy violations. It can be stated that this clear legislation is conducive to strengthening the position of victims in cases of violation of sexual privacy, and that it sends a clear message to the public about the seriousness with which the legislator views such offenses.

Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brot gegn kynferðislegri friðhelgi - Loka.pdf722.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna