is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38684

Titill: 
 • Áhrif samfélagsaðgerða vegna COVID-19 faraldurs. Nýgengi innlagna vegna lungnabólgu og annarra sjúkdóma árin 2016-2020
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: COVID-19 heimsfaraldurinn og viðbrögð tengd honum hafa haft mikil áhrif á samfélagið. Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda og breyttar venjur almennings til að lágmarka COVID-19 smit hafa borið árangur en óvíst er hver áhrif þessara aðgerða voru á tilurð og greiningu annarra sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif sóttvarnaaðgerða árið 2020 á nýgengi innlagna vegna lungnabólgu sem var ekki af völdum SARS-CoV-2 samanborið við árin 2016-2019. Jafnframt var nýgengi sjúkdóma sem tengjast ekki efri öndunarfærum höfð til samanburðar.
  Efniviður og aðferðir: Kennitölur einstaklinga 18 ára og eldri sem lögðust inn á Landspítala á árunum 2016-2020 með ICD-10 greiningarkóða fyrir lungnabólgu, brátt hjartadrep og bráða píplu- og nýrnavefsbólgu voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi Landspítalans (n=7128). Fengin voru ópersónugreinanleg gögn frá sýkla- og veirufræðideild Landspítala um fjölda sýna vegna Chlamydia trachomatis (n=89868) og persónugreinanleg gögn um jákvæðar blóðræktanir fyrir Enterobacteriaceae (n=1422). Upplýsinga var jafnframt aflað um heildarfjölda innlagna (n=70652) og komur á bráðamóttöku (n=366320) á Landspítala árin 2016-2020.
  Niðurstöður: Fjöldi útskriftargreininga vegna lungnabólgu sem er ekki af völdum SARS-CoV-2 dróst saman um 27% árið 2020 (n=625) samanborið við meðaltal áranna 2016-2019 (x̄=856,2). Þá fækkaði greiningum bráðs hjartadreps um 11.8% (n=445, x̄=504,25), en aukning á útskriftargreiningum bráðrar píplu- og nýrnavefsbólgu um 51% (n=45, x̄=29,75). Þá greindust 23% (n=335, x̄=271,5) fleiri jákvæðar blóðræktanir fyrir Enterobacteriaceae árið 2020 miðað við meðaltal árann a 2016-2019. Fjöldi innlagna á deildir Landspítalans dróst saman um 8,2% (n=13198, x̄=14364) og komum á bráðamóttöku fækkaði um 25% (n=58027, x̄=77073). Innsendum Chlamydia trachomatis sýnum fækkaði um 14,8% (n=15788, x̄=18521,87) og 16,3% fækkun varð í heildarfjölda jákvæðra sýna (n=1582, x̄=1889,25). Hlutfall jákvæðra sýna hélst svipað árið 2020 (10,02/100 sýni) samanborið við meðaltal áranna 2016-2019 (10,2/100 sýni).
  Ályktanir: Um fjórðungsfækkun sjúkrahúsinnlagna vegna lungnabólga átti sér stað árið 2020 meðan heimsfaraldur geisaði. Áhuga vekur að greiningum á bráðu hjartadrepi og klamydíu fækkaði en aukning varð í fjölda jákvæðra blóðræktanna fyrir Enterobacteriaceae og útskriftargreininga vegna bráða píplu- og nýrnavefsbólgu. Ekki er fyllilega ljóst hvort um raunverulega fækkun í nýgengi þessara sjúkdóma sé ræða eða tímabundna vangreiningu, en margt bendir til að um raunfækkun sé að ræða vegna breyttrar hegðunar a farsóttartímum.

Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð ADG 2.0 pdf.pdf3.19 MBLokaður til...31.12.2022HeildartextiPDF
Lokaverkefni_Skemman-ADG 2021_sign.pdf300.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF