is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38685

Titill: 
  • Sjúkrakostnaður og annað fjártjón skv. 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 : hversu langt nær skaðabótarétturinn?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjúkrakostnaður og annað fjártjón, skv. 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 - hversu langt nær skaðabótarétturinn?
    Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er umfjöllun um rétt þeirra tjónþola sem verða fyrir alvarlegu líkamstjóni til að fá sjúkrakostnað og annað fjártjón bætt á grundvelli 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Jafnframt verður fjallað almennt um gildissvið 1. mgr. 1. gr. laganna og er í ritgerðinni lögð sérstök áhersla á umfjöllun í hvaða mæli það eigi að vera hlutverk skaðabótaréttarins, almannatrygginga eða annars félagslegs bótaréttar að bæta framtíðarsjúkrakostnað eða annað fjárjón. Á það t.d. að vera hlutverk skaðabótaréttarins að tryggja þeim tjónþola sem hefur orðið fyrir mjög alvarlegu líkamstjóni rétt til að halda áfram að lifa lífi sínu lifandi, ef þannig má að orði komast? Í ritgerðinni er einnig að finna samanburð á gildandi íslenskum, dönskum og norskum rétti hvað framangreint varðar. Þá er ítarlega fjallað um ákvæði 1 gr. a í dönsku skaðabótalögunum (d. erstatningsansvarsloven), sem innleitt var árið 2002. Það ákvæði inniheldur reiknireglu hvernig reikna eigi sjúkrakostnað og annað fjártjón til framtíðar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að tilefni sé til þess að endurskoða þær reglur sem gilda um ákvörðun bóta vegna sjúkrakostnaðar og annars fjártjóns. Að endingu er lögð fram tillaga til breytingar á skaðabótalögunum og lagt til að innleidd verði í íslensk lög reikniregla, sambærileg þeirri dönsku.

  • Útdráttur er á ensku

    Medical expenses and other financial losses according to Paragraph 1 Article 1 Torts Act no. 50/1993 - how far does the right to compensation extend?
    The aim of this thesis is to shed light on the right of the injured party who suffer the most serious bodily injuries, to receive medical expenses and other financial losses compensated on the basis of the first paragraph of Art 1 of the Icelandic tort law Act No. 50/1993. At the same time to discuss in general the scope of the first paragraph of Art 1 of the Tort Act. The thesis will furthermore place special emphasis on the topic of the role of tort law, social benefits or other social compensation law and the extent to which they should be to compensate for future medical expenses or other financial losses. Should it be the role of tort law to guarantee the injured party who has suffered very serious bodily injury the right to continue living life to the fullest because they are legally binded in the case in question? The implementation in Denmark and Norway will be reflected on for comparison and their rules on how to enforce on the same matter will be reviewed. Article 1a in the Danish Tort Act (d. Erstatningsansvarsloven) which was implemented in 2002 will be reviewed in detail, as the Article contains a rule that stipulates how medical expenses and other financial losses are to be calculated for the future. The main results of the thesis indicate that there is reason to review the rules that apply to the determination of compensation for medical expenses and other financial loss. Finally, a proposal is submitted for an amendment to the Torts Act and it is proposed that a rule similar to the 1a of the Danish Torts Act be introduced into Icelandic Tort Act.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.mlh 12.05.21..pdf848,87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
margretliljabeidni.pdf449,04 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna