is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38686

Titill: 
 • Bann við áfengisauglýsingum : felur 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998 í sér réttlætanlega takmörkun á frjálsum vöruviðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins í ljósi tækniframþróunar?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markaðssetning áfengis hefur tekið margvíslegum breytingum í kjölfar þeirrar tækniframþróunar og stafvæðingar sem hefur átt sér stað síðastliðinn rúma áratug. Áfengisauglýsingar hafa verið bannaðar á Íslandi síðan árið 1928, sbr. nú 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Megintilgangur þessarar ritgerðar er að svara þeirri rannsóknarspurningu hvort að íslensk áfengislöggjöf, sem leggur bann við áfengisauglýsingum sé réttlætanleg takmörkun á frjálsum vöruflutningum á innri markaði Evrópu, meðal annars með tilliti til nútíma tækniframþróunar.
  Evrópudómstóllinn og EFTA-dómstóllinn hafa fallist á þau sjónarmið að takmarkanir á frelsi til þess að auglýsa áfengi hafi samsvarandi áhrif og magntakmarkanir á markaði, vegna þeirra markaðshindrandi áhrifa sem slíkar takmarkanir kunna að hafa í för með sér. Því hefur hinsvegar verið slegið föstu að slíkar takmarkanir kunni að vera réttlætanlegar á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Hvert tilvik þarf þó ávallt að skoða fyrir sig og meta út frá sjónarmiðum um meðalhóf.
  Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands hefur slegið því föstu að bannið rúmist innan þeirra takmörkunarheimilda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Þar að auki hefur dómstóllinn hingað til haldið því fram að ákvæðið feli í sér réttlætanlegar takmarkanir á fjórfrelsisákvæðum. Ákvæði 20. gr. áfengislaga leggur almennt bann við áfengisauglýsingum hérlendis, en felur þó í sér bæði undanþágu sem heimilar áfengisauglýsingar í erlendum tímaritum og leiðir til þess að sniðganga hið almenna bann með léttölsauglýsingum.
  Í stuttu máli fela niðurstöður ritgerðarinnar í sér að núgildandi ákvæði 20. gr. áfengislaga feli í sér takmarkanir á frjálsum vöruflutningum innan Evrópska efnahagssvæðisins sem ekki er hægt að réttlæta á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Sú ályktun er einkum dregin í ljósi þess að þær undantekningar sem ákvæðið mælir fyrir um leiði til þess að ekki verður séð að bannið standist meðalhófsreglu, enda sé það hvorki skilvirkt né markvisst í framkvæmd, meðal annars með tilliti til nútímatækni og breyttra samfélagshátta.

 • Útdráttur er á ensku

  Marketing of alcohol has undergone several changes following the technological advancement and digitization that has taken place over the past decade. A general alcohol advertising prohibition has been in place in Iceland since 1928 as stated in Article 20 of the current Alcohol Act no. 75/1998. The aim of this thesis is to answer the research question of whether Icelandic general alcohol advertising prohibition is a justified restriction of the principle of free movement of goods, with regards to modern technological developments.
  Both the European Court of Justice and the EFTA Court have concluded that national rules prohibiting or restricting the advertising of alcohol can have an effect equivalent to a quantitative restriction. However, it has been established that such restrictions may be justified based on public health justifications. For a justification to apply, the taken measure must be proportionate to the aimed objectives.
  The case law of the Supreme Court of Iceland has concluded that the prohibition does not breach the Icelandic Constitution. In addition, the Court has so far argued that the prohibition constitutes a justifiable restriction on the free movement of goods. The provisions of Article 20 of the Alcohol Act generally prohibit alcohol advertisements in Iceland. However, alcohol advertisements in foreign magazines are exempt. Furthermore, a circumvention of the general prohibition is offered whereas producers of alcohol beverages can advertise non-alcoholic beverages under the same trademark as their alcoholic production.
  In short, the conclusions of the thesis imply that the current provisions of Article 20 of the Icelandic Alcohol Act impose restrictions on the free movement of goods within the European Economic Area which cannot be justified on public health grounds. This conclusion is drawn since the exceptions laid down in the provision result in the prohibition not being appropriate and necessary to achieve the objectives pursued in a consistent and systematic manner which causes the prohibition to be disproportionate to the aims pursued.

Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
afengisauglysingar_loka.pdf660.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna